Uncategorized
Minnum á Innanlandsráðstefnu
Minnum á EPTA Innanlandsráðstefnuna sunnudaginn 14. janúar í Bergi tónleika- og fyrirlestrarsal Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá kl. 10:00-19:00. Fjölbreytt erindi innlendra og erlendra gestafyrirlesara: Professor Julia Mustonen-Dahlkvist frá University of Karlstad, Sunna Gunnlaugsdóttir, Björg Brjánsdóttir, Kári Árnason, Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir og einstakur listviðburður kl. 17:30 – einleikstónleikar hins margverðlaunaða unga píanóleikara frá Hong Kong – Aristo Sham. Skráningar hafa gengið mjög vel og stefnir allt í frábæra og fræðandi ráðstefnu að hætti Íslandsdeildar EPTA.
Hægt verður að kaupa dagspassa samdægurs á ráðstefnuna og einnig verður hægt að kaupa miða á tónleika Aristo Sham eingöngu sem hefjast kl. 17:30. Verð dagspassa: kr. 15.000 / 8000 fyrir námsmenn (innifalin létt hádegis-og síðdegishressing); verð tónleikamiða: kr. 2500 / 1500 fyrir námsmenn, aldraða og öryrkja.
Minnum á að hægt er að sækja um styrk fyrir ráðstefnugjaldi í endurmenntunarsjóði stéttarfélaga.
Innanlandsráðstefna Íslandsdeildar EPTA – 14. janúar 2018
Næsta innanlandsráðstefnan verður haldin sunnudaginn 14. janúar 2018 í Bergi tónleika- og fyrirlestrarsal Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá kl. 10:00-19:00. Tónlistarskólinn hefur boðið okkur velkomin að nýta hina frábæru aðstöðu sem þar er til staðar og hlökkum við til að halda næstu innanlandsráðstefnuna utan höfuðborgarsvæðisins, síðast þegar EPTA félagar lögðu land undir fót var ekkert smávegis fjör og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Til þess að EPTA félagar geti gert sér glaða helgi í tengslum við innanlandsráðstefnuna höfum við fengið tilboð í gistingu á Hótel Berg (kr. 12.000 fyrir tveggja manna herbergi m. morgunverði) og hátíðarkvöldverð á Kaffi Duus (kr. 5400 3. rétta matseðill) laugardaginn 13.1. fyrir félagsmenn. ATH. félagsmenn bóka sjálfir gistingu með því að senda á berg@hotelberg.is v. innanlandsráðstefnu EPTA. Til að taka þátt í hátíðarkvöldverði á Kaffi Duus þarf að senda staðfestingu á epta@epta.is
Laugardaginn 13.1. er hægt að nýta til afslöppunar enda margt hægt að gera og sjá á svæðinu, Bláa lónið og ýmis menningarstarfsemi og söfn
Lokaskráningarfrestur á innanlandsráðstefnuna er til 22. des. nk. Skráningargjald á ráðstefnuna er kr. 12.500 fyrir EPTA félaga og kr. 15.000 fyrir aðra, sem innifelur léttan hádegisverð, kaffi og síðdegishressingu og greiðist við skráningu fyrir 15. des. nk. Vinsamlegast greiðið inn á reikning EPTA 0515-26-13773 kt. 690586-2239 og sendið skýringu á epta@epta.is Minnum á að hægt er að sækja um styrk fyrir ráðstefnugjaldi í endurmenntunarsjóði stéttarfélaga.
Dagskrá innanlandsráðstefnunnar verður fjölbreytt og metnaðarfull að vanda, innlendir og erlendir gestafyrirlesarar miðla af reynslu sinni og þekkingu. Þar má nefna Björgu Brjánsdóttur, flautuleikara og Timanikennara sem kynnir Timaniaðferðina um góða líkamsbeitingu við hljóðfæraleik, Bjargeyju Þrúði Ingólfsdóttur, deildarstjóra hljómborðsdeildar í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem fjalla mun um spunakennslu píanónema, Kára Árnason, sjúkraþjálfara hjá Gáska og Landspítalanum- Háskólasjúkrahúsi sem fjalla mun um áhrif hljóðfæraleiks á stoðkerfið og Sunnu Gunnlaugsdóttur, jazzpíanóleikara og kennara við MÍT sem fjalla mun um kennslu í ritmísku píanónámi.
Upptaktur að VII. píanókeppni EPTA sem fram fer 23.-24. nóv. 2018 verður gestafyrirlestur prófessor Juliu Mustonen-Dahlkvist á innanlandsráðstefnunni en hún er deildarstjóri píanódeildar Ingesund College of Music við háskólann í Karlstad. Prófessor Mustonen-Dahlkvist er eftirsóttur píanóleikari, verðlaunahafi, dómari, gestafyrirlesari og kennari víða um heim auk þess að gegna stöðu listræns stjórnanda Nordic Piano Competition í Svíþjóð. Hún mun alla um eitt af sérsviðum sínum, undirbúning nemenda fyrir keppnir og sitja fyrir svörum ráðstefnugesta en nemendur hennar hafa unnið til verðlauna víða um heim. Ráðstefnunni lýkur með spennandi tónleikum nemanda Mustonen-Dahlkvist og rísandi stjörnu í píanóheiminum, Aristo Sham sem hlotið hefur fjölmörg verðlaun í alþjóðlegum keppnum á ferli sínum. Hann kemur til okkar beint frá tónleikahaldi í Bandaríkjunum á ferð sinni yfir hafið og verða tónleikar hans án efa hápunktur ráðstefnunnar. Á efnisskránni verða verk eftir Scarlatti, Scriabin, Liszt, Brahms og Barber.
Dagskrá ráðstefnunar má nálgast hér: Dagskrá Innanlandsráðstefnu Íslandsdeildar EPTA 14.janúar 2018
Halldór Haralds útgáfukaffi – Þá er ástæða til að hlæja
Kæru félagar
Við viljum vekja athygli á eftirfarandi viðburði.
Jónas Sen – Þá er ástæða til að hlæja – Æviminningar Halldórs Haraldssonar píanóleikara
Að útgáfu bókarinnar standa vinir Halldórs Haraldssonar (VHH) í tilefni af áttatíu ára afmæli Halldórs. VHH bjóða til útgáfukaffis í Hannesarholti laugardaginn 7. október á milli kl. 15-17. Þar munu Halldór og Jónas árita bókina auk þess sem lesið verður upp úr bókinni og slegið á létta strengi. Verð bókarinnar er kr. 7.990 en geisladiskur fylgir hverri seldri bók hjá vinum Halldórs. Forseld eintök verða afhent í útgáfukaffi VHH auk þess sem hægt verður að nálgast bókina hjá vinum Halldórs og á öðrum kynningarviðburðum sem auglýstir verða síðar.
„Þá er ástæða til að hlæja“ æviminningar Halldórs Haraldssonar píanóleikara sjóðheitar úr prentun í byrjun október 2017! Áhugasamir um að eignast eintak af þessari bráðskemmtilegu bók geta haft samband við einhvern eftirtalinna: Sigrún Grendal: sigrungrendal@gmail.com Berglind Björk Jónsdóttir: berglind@miranda.is Arndís Björk Ásgeirsdóttir: arndisb@ruv.is Sóley Skúladóttir: shs28@hi.is Þórarinn Stefánsson: tstef@simnet.is Jónas Sen: senjonas@gmail.com Halldór Haraldsson: halldorharalds@gmail.com
Skrásetning æviminninganna var í höndum Jónasar Sen og um ritstjórn sá Sigurður Svavarsson.
Heimsókn frá Ítalíu
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 8. ágúst 2017 kl. 20:30
Miðasala við innganginn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum
Heimsókn frá Ítalíu
Á þessum næstsíðustu tónleikum sumarsins í LSÓ
verður Bösendorfer flygill safnsins í aðalhlutverki. Þá
leika ítölsku píanóleikararnir Marco Scolastra og
Sebastiano Brusco fjórhent á flygilinn:
Deux Marches caractéristiques eftir Franz Schubert,
Ungarische Tänze_eftir Johannes Brahms,
Hugleiðingar eftir Giuseppe Martucci
um „Un ballo in maschera“ eftir Verdi,
Blaðsíður úr stríðinu eftir Alfredo Casella
Ítalska kaprísu, ópus 45 eftir Pjotr Tjaikovski.
Marco og Sebastiano eru báðir afar virtir og eftirsóttir
píanóleikarar í heimalandi sínu og hafa unnið til
þekktra verðlauna og viðurkenninga á alþjóðlegum
vettvangi. Er það því mikill fengur að fá að heyra leik
þeirra hér á landi.
Marco Scolastra píanóleikari fæddist í Foligno á Ítalíu. Hann nam við
Tónlistarháskólann F. Morlacchi í Perugia undir
handleiðslu Franco Fabiani og útskrifaðist þaðan með
hæstu einkunn. Hann stundaði síðan nám hjá Aldo Ciccolini
og Ennio Pastorino og sótti tíma hjá Lya De Barberiis, Paul
Badura-Skoda, Dario De Rosa. Einnig nam hann hjá Joaquín
Achúcarro og Katia Labèque við akademíuna í Chigiana.
Hann hefur leikið einleik með kammersveitum og
sinfóníuhljómsveitum víða um Ítalíu og öllum helstu
borgum Evrópu, í Japan, Mexíkó og Bandaríkjunum. Af
tónleikastöðum má nefna Teatro La Fenice, Tjaikovskí
tónlistarháskólann í Moskvu, Tonhalle og
Útvarpshúsið í Zürich, Konserthúsið í Bern og Chopin
stofnunina í Varsjá.
Marco Scolastra hefur leikið með þekktum stjórnendum svo
sem Romano Gandolfi, Howard Griffiths, Richard Hickox, Claudio Scimone
og Lior Shambadal. Hann hefur komið fram í útvarpi og
sjónvarpi víða um Evrópu og hefur hljóðritað
geisladiska fyrir Phoenix Classics, Stradivarius og Rai
International.
Ítalski píanóleikarinn, Sebastiano Brusco stundaði píanónám hjá
Valentino Di Bella við Tónlistarháskólann F. Morlacchi
í Perugia og síðar í Accademia Musicale Umbra Endas hjá Ennio
Pastorino og Aldo Ciccolini. Báðum þessum skólum lauk hann
með besta vitnisburði. Einnig hefur hann sótt tíma til
píanóleikara eins og Joaquín Achúcarro og Katia Labèque.
Hann hefur komið fram í helstu borgum Evrópu og víða í
Bandaríkjunum. Hann hefur starfað með þekktum
hljóðfæraleikurum á borð við Vadim Brodsky
fiðluleikara, leikið með hljómsveitum og
kammersveitum eins og Bernini kvartettinum, I Solisti
Veneti í Feneyjum og Sinfóníuhljómsveitinni í Mílanó,
með stjórnendum eins og Riccardo Chailly, Romano Gandolfi og
Claudio Scimone. Hann leikur einkum 20. aldar tónlist og
hefur frumflutt verk eftir tónskáldin Tosatti, M. Gould,
Milhaud, Boriolo, Taglietti og fleiri.
Sebastiano hefur hlotið fjöldamörg verðlaun fyrir
tónlistarflutning heima á Ítalíu og í alþjóðlegum
tónlistarkeppnum, meðal annars Carlo Soliva verðlaunin
árið 1998.
Sebastiano Brusco og Marco Scolastra hafa leikið reglulega
saman sem píanódúó frá árinu 1993 og hafa komið víða
fram og gefið út geisladiskinn Colours and Virtuosity of
the 20th Century in Italy sem Phoenix Classics gaf út.
Aðalfundur Íslandsdeildar EPTA
Vorgleði Íslandsdeildar EPTA í kvöld
Í tilefni hækkandi sólar ætlum við EPTA félagar að hittast og gleðjast saman í kvöld á veitingastaðnum Sólon, Bankastræti 7a, 101 Reykjavík.
Boðið verður upp á léttar veitingar og því nauðsynlegt að skrá sig á viðburðinn á facebook eða í tölvupósti á epta@epta.is 🙂
Sumarkveðjur,
Stjórnin
Nýr formaður Íslandsdeildar EPTA
Efni frá fyrirlesurum
Núna er hægt að nálgast efni frá fyrirlesurum ráðstefnunnar hér.
Tónleikar til heiðurs 2,567 ára afmæli Konfúsíusar
Kaldalón, Harpa
Laugardagur 20:00
September 24, 2016
Flutt verða verk eftir —
Yinghai Li
Alexander Tcherepnin
Bohuslav Martinů
Alexina Louie
Wolfgang Amadée Mozart
Frédéric Chopin