Björg Brjánsdóttir: Um Timani fyrir tónlistarfólk

Björg BrjánsdóttirTimani er ný nálgun á söng- og hljóðfæraleik. Timani hjálpar líkamlegri og tónlistarlegri færni ásamt því að fínstilla samhæfingu líkamans þegar spilað er og sporna gegn álagsskaða sem á rætur sínar að rekja til ómeðvitaðrar líkamsbeitingar. Hvernig getur líkaminn unnið með okkur þegar við spilum og æfum okkur? Hvaðan sækjum við allan þann kraft sem við þurfum til að tjá okkur í gegnum hljóðfærið eða röddina? Í fyrirlestrinum verður þessum spurningum svarað og farið í gegnum einfaldar æfingar sem bæta samhæfingu líkamans. Lesa má nánar um Timani á timanimusic.com.

Björg Brjánsdóttir er flautuleikari og Timanikennari. Hún útskrifaðist frá Timani Akademíunni í Osló eftir þriggja ára kennslunám og hefur kennt námskeið, vinnusmiðjur og einkatíma í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Spáni og á Íslandi. Vorið 2017 útskrifast hún með einleikarapróf frá Tónlistarháskóla Noregs og vinnur sem þverflautuleikari og Timanikennari.