38. Alþjóðlega ráðstefna EPTA 2016

AuglysingÁrlega er haldin alþjóðleg ráðstefna EPTA og skiptast aðildarlöndin á að halda ráðstefnuna. Þar gefst unnendum píanótónlistar tækifæri til að koma saman, fræðast og hlýða á framúrskarandi listamenn leika heimspíanóbókmenntir.

Í september árið 2016 mun alþjóðleg ráðstefna EPTA verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi og er það Íslandsdeild EPTA sem stendur fyrir ráðstefnunni.

Haldnir verða fyrirlestrar í bland við fjölbreytta tónlistarviðburði sem opnir eru öllum áhugasömum. Kynnt verður íslensk tónlist og íslenskir tónlistarmenn.

Félagar í EPTA telja yfir 4000 félaga en félagar Íslandsdeildar EPTA eru 125. Félagsmenn eru píanókennarar, píanóleikarar og langt komnir píanónemendur.

Heimasíða 38. alþjóðlegu ráðstefnu EPTA í Reykjavík 2016