Leiðbeiningar fyrir myndbandsupptökur – 1. umferð

Leiðbeiningar fyrir myndbandsupptöku fyrir VII. Píanókeppni EPTA 24. og 25. nóvember 2018.

Svona förum við að:
1. skref: Æfðu tónverkin vel, sem þú spilar, áður en þú byrjar upptöku.
2. skref: Taktu myndbandið upp þannig að þú sjáist vel leika verkin, andlit, hendur og hljóðfærið. Neðar í þessum texta finnurðu góð ráð vegna upptökunnar.
3. skref: Settu upptökuna inn á lokaða Youtube rás. Þú sendir svo hlekk rafrænt með umsókn.
4. skref: Fylltu út umsóknina og sendu á epta@epta.is

Upptakan
Þegar upptakan er unnin skaltu einblína á eigin frammistöðu við hljóðfærið. Þú þarft að sjást spila, hendur, líkami og andlit. Æfðu verkefnin vel og undirbúðu gott hljóð fyrir upptökuna svo dómarar heyri flutninginn greinilega. Umfram allt skaltu njóta þess að spila!

Upptökutæki
Notaðu bestu mögulegu vél sem þú færð til verksins. Það er vissulega munur á símaupptöku eða upptöku úr myndbandsvél en mikilvægast er að þú sjáist vel í upptökunni og að þú náir góðri hljóðupptöku. Best er að upptökutækið sé á standi á meðan á upptöku stendur svo vélin sé kjur.

Fyrir upptöku þarftu eftirfarandi:
Stand fyrir upptökutækið (ath að hægt sé að festa síma eða iPad á standinn fyrir myndatökuna)
– Hafðu upptökuna lárétta ef þú notar snjallsíma eða iPad
– Hljóðnema – t.d. iRig stereo sem hægt er að tengja við snjalltæki.
– Taktu upp á stað sem er fjarri skarkala og notaðu góðan stól við hljóðfærið.
– Hafðu upptökutækið í ca 1,5 til 3ja metra fjarlægð frá hljóðfærinu því þannig séstu best við hljóðfærið (andlit, hendur og hljóðfærið).
– Reyndu að komast í hentugt rými sem hefur sem minnst bergmál.
– Gerðu hljóðprufu og hlustaðu á hana til að meta hvernig hljóð- og myndgæðin koma út. Þannig geturðu metið hvort míkrófónninn sé á hentugum stað.
– Ekki er heimilt að klippa upptökuna.