Styrkur til framhaldsnáms í píanóleik

Minningarsjóður um Birgi Einarson apótekara mun á næstunni veita styrk til píanóleikara, sem er í framhaldsnámi erlendis í klassískum píanóleik eða er að hefja slíkt nám.
Með umsókn skulu fylgja greinargóðar upplýsingar um tónlistarnám og eftir atvikum starfsferil umsækjanda og fyrirhugað framhaldsnám. Þá skal fylgja hljóðritun af leik umsækjanda á tónleikum eða myndbandsupptaka.
Umsóknum skal skila fyrir 1. júní 2023 til formanns sjóðsstjórnar, Ingu Ástu Hafstein, Stokkalæk, Rangárþingi ytra, 851 Hella. selid@stokkalaekur.is

EPTA með masterklassa og fyrirlestur

Mánudaginn 6. júní 2022 (annan í Hvítasunnu) mun EPTA standa fyrir masterklassa og fyrirlestri með hinum frábæra píanóleikara Albert Mamriev.

Viðburðurinn verður haldinn í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, hann hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 17:00. Tíu nemendur munu koma fram. Í fyrirlestrinum mun Mamriev fjalla um val á verkefnum fyrir píanókeppnir en hann hefur sjálfur mikla reynslu bæði sem margverðlaunaður keppandi og dómari og getur því miðlað til okkar af eigin reynslu.

Aðgangseyrir er kr. 5.000,- en innifalið í verði er léttur hádegismatur. Nauðsynlegt er að skrá sig á netfangið: epta@epta.is og láta vita ef óskað er eftir grænmetisfæði/glútenfríu … Það verður ekki posi á staðnum en leggið inn á reikning félagsins: 0515-26-13773 kt.: 690586-2239. Félagsmenn geta eins og áður nýtt sér endurmenntunarsjóði FT og FÍH.

Takið frá daginn!

Albert Mamriev píanóleikari.

Albert Mamriev er einn af virtustu píanóleikurum sinnar kynslóðar. Hann er stofnandi og listrænn stjórnandi Neue Sterne alþjóðlegu píanókeppninnar í Wernigerode, Þýskalandi og «Albert Mamriev» alþjóðlegu píanókeppninnar í Braunschweig, Þýskalandi.

Albert Mamriev fæddist í Dagestan í fyrrverandi Sovétríkjunum. Faðir hans, Jankil Mamriev kynnti hann fyrir píanóinu og sendi hann til náms við Moscow Central Music School og síðar stundaði hann nám við Moscow Tchaikovsky Conservatory, Tel Aviv Music Academy auk Hannover University of Music and Drama. Meðal kennara hans eru Sergej Dorensky og Arie V ardi.

Mamriev er verðlaunahafi í fjölda alþjóðlegra píanókeppna. Alþjóðlegu píanókeppninni í Peking, Gina Bachauer alþjóðlegu píanókeppninni, Marsala alþjóðlegu píanókeppninni, alþjóðlegu píanókeppninni í Madrid, alþjóðlegu píanókeppninni Tunbridge Wells og Morice Clairmont píanókeppninni. Hann er einnig verðlaunahafi í alþjóðlegu píanókeppninni Vianna Da Motta, alþjóðlegu píanókeppninni í Glasgow, alþjóðlegu píanókeppninni Seiler sem og UNISA.

Mamriev hefur leikið einleik með fjölda hljómsveita víðsvegar um heiminn og unnið með fjölda hljómsveitarstjóra t.d. Tan Li Hua, Alexander Lazarev, Christoph Mueller, Flavio Florence, Nicoletta Conti, Mauricio Linari og Salvador Masconde. Albert Mamriev hefur áður sótt Ísland heim og leikið á tónleikum í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs og hjá Íslensku óperunni.

Sjálfur hefur Mamriev verið dómari í alþjóðlegu píanókeppninni í Madrid, Usti Nad Labem píanókeppninni og alþjóðlegu Schumann píanókeppninni.

Frá 2017 er Mamriev rektor og prófessor við tónlistarakademíuna Neue Sterne í Hannover.

Aðalfundur EPTA 2022

Aðalfundur EPTA verður haldinn þriðjudaginn 26. apríl 2022 kl. 20:00 í 

sal Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Lindargötu 51, 101 Reykjavík.


Dagskrá aðalfundar:

a) Skýrsla stjórnar

b) Skýrslur nefnda

c) Reikningar félagsins

d) Kosning formanns, stjórnarmanna og varamanna þeirra.

e) Kosning tveggja skoðunarmanna

f) Ákvörðun félagsgjalda

g) Önnur mál


Hefðbundin aðalfundarstörf og kosning stjórnar. Áhugasamir geta sent 

tilkynningu um framboð til stjórnar fyrir nk. föstudag 22. apríl 2022 á 

netfangið epta@epta.is. Tvö sæti stjórnarmanna eru laus.

Niðurstöður úr VIII. Píanókeppni EPTA

Nú er VIII. Píanókeppni EPTA lokið.

Við viljum þakka öllum keppendum fyrir frábæra frammistöðu í keppninni og einnig kennurum þeirra og öllum þeim sem komu og hlustuðu.

Úrslit voru tilkynnt í dag og eru niðurstöður dómnefndar eftirfarandi:

Yngsti flokkur 10 ára og yngri:

1. sæti – Kristín Gyða Bjarnveigardóttir
2. sæti – Iðunn Óliversdóttir
3. sæti – Kolbeinn Hjörleifsson

1. flokkur 14 ára og yngri:

1. sæti – Vasyl Zaviriukha
2. sæti – Þór Óli Bjarnason
3. sæti – Ásgerður Sara Hálfdanardóttir

2. flokkur 18 ára og yngri:

1. sæti – Ásta Dóra Finnsdóttir
2. sæti – Alexander Viðar
3. sæti – Óskar Atli Kristinsson

Verðlaun fyrir besta flutning á nýju íslensku verki eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur:

Polina María Viktorsdóttir

Úrslitadegi lokið í píanókeppni – Verðlaunaafhending á morgun sunnudag

Nú er úrslitadegi VIII. Píanókeppni EPTA lokið.

Keppendur stóðu sig frábærlega og léku krefjandi verk með glæsibrag.

Á morgun sunnudag kl. 13 verður verðlaunaafhending í Salnum. Þá verða veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti hvers flokks auk verðlauna fyrir besta flutning á nýja íslenska verkinu Lausagrjót eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur.

Verðlaunahafar munu svo leika fyrir áheyrendur.

Eftirfarandi keppendur fá verðlaun í yngsta flokki 10 ára og yngri:

  • Iðunn Óliversdóttir
  • Kolbeinn Hjörleifsson
  • Kristín Gyða Bjarnveigardóttir