Vorgleði Íslandsdeildar EPTA í kvöld

Í tilefni hækkandi sólar ætlum við EPTA félagar að hittast og gleðjast saman í kvöld á veitingastaðnum Sólon, Bankastræti 7a, 101 Reykjavík.

Boðið verður upp á léttar veitingar og því nauðsynlegt að skrá sig á viðburðinn á facebook eða í tölvupósti á epta@epta.is :)

Sumarkveðjur,
Stjórnin

Tónleikar til heiðurs 2,567 ára afmæli Konfúsíusar

Í tilefni 2,567 ára afmæli Konfúsíusar kynnir Konfúsíusarstofnunin Norðurljós: Píanóleikarinn DAVID WITTEN

Kaldalón, Harpa
Laugardagur 20:00
September 24, 2016

Flutt verða verk eftir —
Yinghai Li
Alexander Tcherepnin
Bohuslav Martinů
Alexina Louie
Wolfgang Amadée Mozart
Frédéric Chopin
“The inner nature of man is the province of music.”
  – Confucius

Skráning á 38. alþjóðlegu ráðstefnu EPTA

Skráning á 38. alþjóðlegu ráðstefnu EPTA sem haldin verður á Íslandi 22. til 25. september er nú í fullum gangi og við minnum fólk á að snemmskráningargjald er til og með 17. júní.

Einhverjir hafa lent í vandræðum með skráningu á ráðstefnuna og hér koma því nánari leiðbeiningar.

1. Farið inn á ráðstefnuheimasíðuna sem er á ensku – ekki íslensku
2. Farið inn á “Registration” sem er vinstra megin á síðunni.
3. Þá kemur skráningaeyðublað upp, líka á ensku, sem þarf að fylla út.  Athugið að Skráningagjaldið er í evrum. Þar sem allir þurfa að borga með kreditkorti á það ekki að breyta neinu jafnvel fyrir Íslendingana. Við urðum að hafa verðið í Evrum þar sem hún var stöðugri en krónan og það var einfaldara að hafa eina síðu á ensku.

Vonandi er þetta allt saman skýrt og klárt og endilega drífið í að skrá ykkur fyrir 17.júní.

Hlökkum mikið til að sjá ykkur öll í Hörpu í September.

Piano Bulletin – Ráðstefnuerindi 37. alþjóðlegu EPTA ráðstefnunnar sem haldin var í Amsterdam 2015

EPTA í Hollandi hefur nýverið gefið út meirihluta erindanna sem flutt voru á 37. alþjóðlegu ráðstefnu EPTA í Amsterdam 2015. Um er að ræða 136 blaðsíðna, sérstaka útgáfu af blaðinu Piano Bulletin. EPTA í Hollandi býður fólki að hala því frítt niður í gegnum heimasíðu sína.https://www.eptanederland.nl/piano-bulletin/

Einnig er möguleiki að panta prentað eintak á €16,50 með póstgjaldi inniföldu fyrir þá sem eru utan Hollands. Borga þarf fyrirfram. Pöntun fer fram í gegnum netfangið: administratie@eptanederland.nl