Tónleikar til heiðurs 2,567 ára afmæli Konfúsíusar

Í tilefni 2,567 ára afmæli Konfúsíusar kynnir Konfúsíusarstofnunin Norðurljós: Píanóleikarinn DAVID WITTEN

Kaldalón, Harpa
Laugardagur 20:00
September 24, 2016

Flutt verða verk eftir —
Yinghai Li
Alexander Tcherepnin
Bohuslav Martinů
Alexina Louie
Wolfgang Amadée Mozart
Frédéric Chopin
“The inner nature of man is the province of music.”
  – Confucius

Skráning á 38. alþjóðlegu ráðstefnu EPTA

Skráning á 38. alþjóðlegu ráðstefnu EPTA sem haldin verður á Íslandi 22. til 25. september er nú í fullum gangi og við minnum fólk á að snemmskráningargjald er til og með 17. júní.

Einhverjir hafa lent í vandræðum með skráningu á ráðstefnuna og hér koma því nánari leiðbeiningar.

1. Farið inn á ráðstefnuheimasíðuna sem er á ensku – ekki íslensku
2. Farið inn á “Registration” sem er vinstra megin á síðunni.
3. Þá kemur skráningaeyðublað upp, líka á ensku, sem þarf að fylla út.  Athugið að Skráningagjaldið er í evrum. Þar sem allir þurfa að borga með kreditkorti á það ekki að breyta neinu jafnvel fyrir Íslendingana. Við urðum að hafa verðið í Evrum þar sem hún var stöðugri en krónan og það var einfaldara að hafa eina síðu á ensku.

Vonandi er þetta allt saman skýrt og klárt og endilega drífið í að skrá ykkur fyrir 17.júní.

Hlökkum mikið til að sjá ykkur öll í Hörpu í September.

Piano Bulletin – Ráðstefnuerindi 37. alþjóðlegu EPTA ráðstefnunnar sem haldin var í Amsterdam 2015

EPTA í Hollandi hefur nýverið gefið út meirihluta erindanna sem flutt voru á 37. alþjóðlegu ráðstefnu EPTA í Amsterdam 2015. Um er að ræða 136 blaðsíðna, sérstaka útgáfu af blaðinu Piano Bulletin. EPTA í Hollandi býður fólki að hala því frítt niður í gegnum heimasíðu sína.https://www.eptanederland.nl/piano-bulletin/

Einnig er möguleiki að panta prentað eintak á €16,50 með póstgjaldi inniföldu fyrir þá sem eru utan Hollands. Borga þarf fyrirfram. Pöntun fer fram í gegnum netfangið: administratie@eptanederland.nl

Jólaglögg

Kæru vinir,

Við ætlum að hittast laugardaginn 5.desember kl.16:00 í Snorrabúð, sal Söngskólans í Reykjavík sem er til húsa að Snorrabraut 54.
Þar ætlum við m.a. að ræða nýyfirstaðna VI. píanókeppni EPTA, segja stuttlega frá 37.alþjóðlegu ráðstefnu EPTA sem haldin var í Amsterdam í október og svo ræða undirbúning okkar ráðstefnu sem verður innan árs. Nú er mikilvægt að við fáum allan mögulegan liðsstyrk ef við ætlum að gera þetta með stæl!

Með þessu öllu ætlum við að bjóða upp á glögg og pipakökur.

Er ekki tilvalið að skella sér í glögg eftir kennslu, Laugarvegsrölt eða áður en farið er í matarboð!

Hlökkum til að sjá ykkur hress,
Stjórnin