Fimmta innanlandsráðstefna EPTA á Íslandi

Fimmta innanlandsráðstefna EPTA á Íslandi var haldin laugardaginn 19. september 2020 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi 11, 210 Garðabæ.

Dagskrá ráðstefnunnar:

Kl. 10:00 

Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hélt fyrirlestur um tónlist og heilann. Helga Rut hefur um árabil stundað rannsóknir um efnið og mun veita okkur innsýn í niðurstöður.

Kl. 11:00 

Umræður um EPTA keppnina sem verður haldin í nóvember 2021 sem og um viðburð félagsins 17. desember 2020 þar sem stendur til að halda hátíðlegan dag í minningu Árna Kristjánssonar, píanókennara sem hefði átt afmæli þann dag en dagurinn er einnig skírnardagur L. v. Beethovens.

Kl. 12:00 – 13:00

Hádegishlé að eigin vali t.d. Matstofa Garðabæjar eða verslunarkjarninn í nálægð skólans.

Kl. 13:00

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir , sálfræðingur, lektor og sviðsstjóri í tækni- og verkfræðideild HR mætti með annað erindi um hvernig tónlistarnemar geta nýtt sér fræði íþróttasálfræðinnar. Erindið var sjálfstætt framhald fyrirlesturs sem hún hélt á síðustu innanlandsráðstefnu EPTA í nóvember 2019.

Kl. 14:15

Píanóleikarinn og píanókennarinn Kristinn Örn Kristinsson var með erindi um Suzuki kennsluaðferðina. Kristinn Örn hefur kennt eftir Suzukiaðferðinni um árabil og er t.a.m. að fara af stað í haust með nýjan árgang nemenda í Suzukiaðferðinni fyrir píanó.