1. Félagið heitir „Evrópusamband píanókennara“ (European Piano Teachers Assiciation) og er hér á landi deild í Evrópusambandinu. Heimili Íslandsdeildarinnar og varnarþing er í Reykjavík.
2. Tilgangur félagsins er: a) Að vinna að því að bæta píanókennslu. 3. Rétt til að gerast félagar eiga píanókennarar, píanóleikara, píanónemendur og allir þeir, sem áhuga hafa á píanóleik og píanókennslu. 4. Aðalfundur félagsins skal haldinn árlega og til hans boðað með minnst 7 daga fyrirvara. Telst hann löglegur, ef rétt er til hans boðað. 5. Árgjald er samþykkt á aðalfundi. Vanræki félagsmaður að greiða gjöld sín í full tvö ár telst hann ekki lengur félagi. Reikningsár félagsins telst frá aðalfundi til aðalfundar. 6. Aðalfundarstörf eru þessi: a) Skýrsla formanns. 7. Lögum þessum má ekki breyta nema á lögmætum aðalfundi og þarf tvo þriðju hluta fundarmanna til að greiða atkvæði með breytingunni. |