Lög

1. Félagið heitir „Evrópusamband píanókennara“ (European Piano Teachers Assiciation) og er hér á landi deild í Evrópusambandinu. Heimili Íslandsdeildarinnar og varnarþing er í Reykjavík.

2. Tilgangur félagsins er:

a) Að vinna að því að bæta píanókennslu.
b) Að efla samvinnu og kynningu píanóleikara og píanókennara.
c) Að beita sér fyrir námskeiðum og ráðstefnum, þar sem kennarar geta borið saman hugmyndir sínar og viðhorf til píanókennslu.

3. Rétt til að gerast félagar eiga píanókennarar, píanóleikara, píanónemendur og allir þeir, sem áhuga hafa á píanóleik og píanókennslu.

4. Aðalfundur félagsins skal haldinn árlega og til hans boðað með minnst 7 daga fyrirvara. Telst hann löglegur, ef rétt er til hans boðað.

5. Árgjald er samþykkt á aðalfundi. Vanræki félagsmaður að greiða gjöld sín í full tvö ár telst hann ekki lengur félagi. Reikningsár félagsins telst frá aðalfundi til aðalfundar.

6. Aðalfundarstörf eru þessi:

a) Skýrsla formanns.
b) Lesnir endurskoðaðir reikningar félagsins.
c) Ákveðið árgjald
d Lagabreytingar.
e) Kosning stjórnar. Kosin 3ja manna stjórn, varastjórn og endurskoðandi
f) Önnur mál

7. Lögum þessum má ekki breyta nema á lögmætum aðalfundi og þarf tvo þriðju hluta fundarmanna til að greiða atkvæði með breytingunni.