Sunna Gunnlaugsdóttir: Um kennslu í ritmísku píanónámi

unnamedSunna Gunnlaugsdóttir (11.maí 1970), jazzpíanisti, hefur gefið út 10 geisladiska sem allir hafa fengið hlýjar móttökur jazzmiðla. Einnig skrifaði hún tónlistina við kvikmyndina Reykjavík sem kom út 2016 og sjónvarpsþáttinn Dagur í lífi þjóðar. 

Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir tónsmíðar og hljóðritanir og var valin flytjandi ársins 2015.

Sunna hefur komið fram um víða veröld og má þar helst nefna jazzhátíðir í London, Osló, Bremen, Washington, Vancouver og Rochester auk þess sem tríó hennar var einn af fulltrúum Íslands á Nordic Cool hátíðinni í Kennedy Center í Bandaríkjunum í mars 2013.

Sunna útskrifaðist með B.M. frá Wiliam Paterson College í New Jersey, USA 1996 en hafði áður stundað nám í jazzpíanóleik við Tónlistarskóla FÍH (1988-1993). Hún útskrifaðist með M.S frá Pratt University í New York 2005.

Sunna kemur reglulega fram á tónleikum á Íslandi og kennir við Tónlistarskóla Garðabæjar og MÍT. Sunna er annar tveggja framkvæmdastjóra Jazzhátíðar Reykjavíkur og stofnandi Freyjujazz.