Minnum á Innanlandsráðstefnu

Minnum á EPTA Innanlandsráðstefnuna sunnudaginn 14. janúar í Bergi tónleika- og fyrirlestrarsal Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá kl. 10:00-19:00. Fjölbreytt erindi innlendra og erlendra gestafyrirlesara: Professor Julia Mustonen-Dahlkvist frá University of Karlstad, Sunna Gunnlaugsdóttir, Björg Brjánsdóttir, Kári Árnason, Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir og einstakur listviðburður kl. 17:30 – einleikstónleikar hins margverðlaunaða unga píanóleikara frá Hong Kong – Aristo Sham. Skráningar hafa gengið mjög vel og stefnir allt í frábæra og fræðandi ráðstefnu að hætti Íslandsdeildar EPTA.

Hægt verður að kaupa dagspassa samdægurs á ráðstefnuna og einnig verður hægt að kaupa miða á tónleika Aristo Sham eingöngu sem hefjast kl. 17:30. Verð dagspassa: kr. 15.000 / 8000 fyrir námsmenn (innifalin létt hádegis-og síðdegishressing); verð tónleikamiða: kr. 2500 / 1500 fyrir námsmenn, aldraða og öryrkja.
Minnum á að hægt er að sækja um styrk fyrir ráðstefnugjaldi í endurmenntunarsjóði stéttarfélaga.