Heimsókn frá Ítalíu

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 8. ágúst 2017 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Heimsókn frá Ítalíu

Á þess­um næst­síðu­stu tón­leik­um sum­ars­ins í LSÓ
verður Bösendorfer flygill safns­ins í aðal­hlut­verki. Þá
leika ítölsku píanó­leik­ar­arn­ir Marco Scol­astra og
Se­basti­ano Brusco fjór­hent á flygil­inn:

Deux Marches car­actér­ist­iques eftir Franz Schubert,
Ungar­ische Tänze_eftir Jo­hann­es Brahms,
Hug­leið­ing­ar eftir Gius­eppe Mart­ucci
um „Un ballo in masch­era“ eftir Verdi,
Blað­síður úr stríð­inu eftir Alf­redo Cas­ella
Ítalska kapr­ísu, ópus 45 eftir Pjotr Tjai­kovski.

Marco og Sebasti­ano eru báð­ir afar virtir og eftir­sótt­ir
píanó­leik­ar­ar í heima­landi sínu og hafa unn­ið til
þekktra verð­launa og viður­kenn­inga á al­þjóð­leg­um
vett­vangi. Er það því mikill feng­ur að fá að heyra leik
þeirra hér á landi.

Marco Scolastra píanó­leik­ari fædd­ist í Fol­igno á Ítalíu. Hann nam við
Tón­listar­há­skól­ann F. Morlacchi í Perugia undir
hand­leiðslu Franco Fabiani og út­skrif­að­ist það­an með
hæstu eink­unn. Hann stund­aði síð­an nám hjá Aldo Ciccolini
og Ennio Pastor­ino og sótti tíma hjá Lya De Bar­beriis, Paul
Badura-Skoda, Dario De Rosa. Einn­ig nam hann hjá Joa­quín
Achú­carro og Katia La­bèque við aka­demí­una í Chigiana.
Hann hef­ur leik­ið ein­leik með kammer­sveit­um og
sin­fóníu­hljóm­sveit­um víða um Ítalíu og öll­um helstu
borg­um Evr­ópu, í Japan, Mexíkó og Banda­ríkj­un­um. Af
tón­leika­stöð­um má nefna Teatro La Fenice, Tjai­kovskí
tón­lista­rhá­skól­ann í Moskvu, Ton­halle og
Út­varps­húsið í Zürich, Konsert­húsið í Bern og Chopin
stofn­un­ina í Varsjá.
Marco Scolastra hefur leik­ið með þekkt­um stjórn­end­um svo
sem Romano Gandolfi, Howard Griffiths, Richard Hickox, Claudio Scimone
og Lior Shamba­dal. Hann hef­ur kom­ið fram í út­varpi og
sjón­varpi víða um Ev­rópu og hef­ur hljóð­rit­að
geisla­diska fyrir Phoenix Classics, Stradi­varius og Rai
Inter­nation­al.

Ítalski píanó­leik­ar­inn, Sebastiano Brusco stund­aði píanó­nám hjá
Val­ent­ino Di Bella við Tón­listar­há­skól­ann F. Morlacchi
í Perugia og síðar í Accad­emia Musi­cale Umbra Endas hjá Ennio
Pastor­ino og Aldo Ciccolini. Báðum þess­um skól­um lauk hann
með besta vitnis­burði. Einn­ig hef­ur hann sótt tíma til
píanó­leik­ara eins og Joaquín Achúcarro og Katia Labèque.
Hann hefur kom­ið fram í helstu borg­um Evrópu og víða í
Banda­ríkj­un­um. Hann hefur starf­að með þekkt­um
hljóð­færa­leik­ur­um á borð við Vadim Brodsky
fiðlul­eik­ara, leik­ið með hljóm­sveit­um og
kammer­sveit­um eins og Bern­ini kvart­ett­in­um, I Solisti
Veneti í Feneyjum og Sin­fón­íu­hljóm­sveitinni í Mílanó,
með stjórn­end­um eins og Riccardo Chailly, Romano Gandolfi og
Claudio Scimone. Hann leik­ur eink­um 20. ald­ar tón­list og
hef­ur frum­flutt verk eft­ir tón­skáld­in Tosatti, M. Gould,
Milhaud, Boriolo, Taglietti og fleiri.
Se­basti­ano hef­ur hlot­ið fjölda­mörg verð­laun fyrir
tón­listar­flutn­ing heima á Ítalíu og í al­þjóð­leg­um
tón­listar­keppn­um, með­al annars Carlo Soliva verðl­aun­in
árið 1998.

Sebastiano Brusco og Marco Scolastra hafa leik­ið reglu­lega
sam­an sem píanó­dúó frá ár­inu 1993 og hafa kom­ið víða
fram og gef­ið út geisla­disk­inn Colours and Virtuo­sity of
the 20th Cent­ury in Italy sem Phoenix Classics gaf út.

17-08-08-Sebastiano-Marco