Piano Bulletin – Ráðstefnuerindi 37. alþjóðlegu EPTA ráðstefnunnar sem haldin var í Amsterdam 2015

EPTA í Hollandi hefur nýverið gefið út meirihluta erindanna sem flutt voru á 37. alþjóðlegu ráðstefnu EPTA í Amsterdam 2015. Um er að ræða 136 blaðsíðna, sérstaka útgáfu af blaðinu Piano Bulletin. EPTA í Hollandi býður fólki að hala því frítt niður í gegnum heimasíðu sína.https://www.eptanederland.nl/piano-bulletin/

Einnig er möguleiki að panta prentað eintak á €16,50 með póstgjaldi inniföldu fyrir þá sem eru utan Hollands. Borga þarf fyrirfram. Pöntun fer fram í gegnum netfangið: administratie@eptanederland.nl