https://mtna.org/programs/
Uncategorized
Piano Bulletin – Ráðstefnuerindi 37. alþjóðlegu EPTA ráðstefnunnar sem haldin var í Amsterdam 2015
EPTA í Hollandi hefur nýverið gefið út meirihluta erindanna sem flutt voru á 37. alþjóðlegu ráðstefnu EPTA í Amsterdam 2015. Um er að ræða 136 blaðsíðna, sérstaka útgáfu af blaðinu Piano Bulletin. EPTA í Hollandi býður fólki að hala því frítt niður í gegnum heimasíðu sína.https://www.eptanederland.nl/piano-bulletin/
Einnig er möguleiki að panta prentað eintak á €16,50 með póstgjaldi inniföldu fyrir þá sem eru utan Hollands. Borga þarf fyrirfram. Pöntun fer fram í gegnum netfangið: administratie@eptanederland.nl
Aðalfundur Íslandsdeildar EPTA
Kynningarmyndband fyrir 38. alþjóðlegu ráðstefnu EPTA 2016
Auglýst er eftir umsóknum um fyrirlestur, kynningu eða tónlistaratriði – Umsóknafrestur framlengdur til 26.febrúar 2016
Jólaglögg
Kæru vinir,
Við ætlum að hittast laugardaginn 5.desember kl.16:00 í Snorrabúð, sal Söngskólans í Reykjavík sem er til húsa að Snorrabraut 54.
Þar ætlum við m.a. að ræða nýyfirstaðna VI. píanókeppni EPTA, segja stuttlega frá 37.alþjóðlegu ráðstefnu EPTA sem haldin var í Amsterdam í október og svo ræða undirbúning okkar ráðstefnu sem verður innan árs. Nú er mikilvægt að við fáum allan mögulegan liðsstyrk ef við ætlum að gera þetta með stæl!
Með þessu öllu ætlum við að bjóða upp á glögg og pipakökur.
Er ekki tilvalið að skella sér í glögg eftir kennslu, Laugarvegsrölt eða áður en farið er í matarboð!
Hlökkum til að sjá ykkur hress,
Stjórnin
Píanókonsertakynning
Kæru félagsmenn,
Þá er VI. píanókeppni EPTA afstaðin en við sláum ekki slöku við.
Á laugardaginn 14.nóv kl 15:00-16:30 verður haldin, í samstarfi við KÍ og Tónastöðin, námsefniskynning á píanókonsertum, fyrir grunn-, mið- og framhaldsnám.
Kynningin fer fram í Tónastöðinni Skipholti 50d.
Þetta er gert í tilefni af nýja konsertflokknum á Nótunni 2016. Sýnishorn af nótum verða á staðnum en pöntunarlisti liggur frammi fyrir þá sem finna eitthvað spennandi.
Ef þú átt píanókonsert í þínum fórum sem þú vilt kynna fyrir kollegum þínum, kipptu honum þá endilega með.
Hittumst og klingjum glösum undir dynjandi tónum.
Kær kveðja,
Stjórnin
Vinningshafar VI. píanókeppi Íslandsdeildar EPTA
1. sæti
Yngsti flokkur, 10 ára og yngri:
Ásta Dóra Finnsdóttir
Kennari: Kristinn Örn Kristinsson
Allegro Suzuki tónlistarskólinn, Reykjavík
Helga Sigríður E. Kolbeins
Kennari: Anna Magnúsdóttir
Tónlistarskóli Garðabæjar, Álftanesi
1. flokkur, 14 ára og yngri:
Anais Lilja Bergsdóttir
Kennari: Kristinn Örn Kristinsson
Allegro Suzuki tónlistarskólinn, Reykjavík
2. flokkur, 18 ára og yngri:
Mikolaj Ólafur Frach
Kennari: Iwona Frach
Tónlistarskóli Ísafjarðar
3. flokkur, 25 ára og yngri:
Erna Vala Arnardóttir
Kennari: Peter Maté
Listaháskóli Íslands
2. sæti
1. flokkur, 14 ára og yngri:
Kári Egilsson
Kennari: Birna Helgadóttir
Tónskóli DoReMí
2. flokkur, 18 ára og yngri:
Alexander Smári Kristjánsson Edelstein
Kennari: Þórarinn Stefánsson
Tónlistarskólinn á Akureyri
3. flokkur, 25 ára og yngri:
Romain Þór Denuit
Kennari: Edda Erlendsdóttir
3. sæti
1. flokkur, 14 ára og yngri:
Hrefna Svavarsdóttir
Kennari: Kristinn Örn Kristinsson
Allegro Suzuki tónlistarskólinn, Reykjavík
2. flokkur, 18 ára og yngri:
Pétur Ernir Svavarsson
Kennari: Beata Joó
Tónlistarskóli Ísafjarðar
3. flokkur, 25 ára og yngri:
Lilja María Ásmundsdóttir
Kennari: Peter Maté
Listaháskóli Íslands
Besti flutningur á verkinu „Segulljós“ eftir Önnu Þorvaldsdóttur
Alexander Smári Kristjánsson Edelstein
Kennari: Þórarinn Stefánsson
Tónlistarskólinn á Akureyri
Verðlaunaafhending VI. píanókeppni Íslandsdeildar EPTA
Verðlaunaafhending VI. píanókeppni Íslandsdeildar EPTA fer fram í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudaginn 8. nóvember, klukkan 14:00.
Allir keppendur, eða fulltrúar þeirra, mæta til að taka á móti viðurkenningarskjali.
Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis á verðlaunaafhendinguna.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Úrslit VI. píanókeppni Íslandsdeildar EPTA
Dagskrá
Laugardagur 7.nóvember
Úrslit
10:00-10:10 Hrefna Svavarsdóttir
10:10-10:20 Björn Helgi Björnsson
10:20-10:30 Anais Lilja Bergsdóttir
10:30-10:40 Kári Egilsson
10:40-10:50 Klara Margrét Ívarsdóttir
10:50-11:20 Kaffihlé
11:20-11:35 Alexander Smári Kristjánsson Edelstein
11:35-11:50 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir
11:50-12:05 Pétur Ernir Svavarsson
12:05-12:20 Mikolaj Ólafur Frach
12:20-12:35 Anna Anika Jónína Guðmundsdóttir
12:35-14:00 Matarhlé
14:00-14:30 Lilja María Ásmundsdóttir
14:30-15:00 Erna Vala Arnardóttir
15:00-15:30 Romain Þór Denuit
Dagskrárlok