jeremy-harpa2

Einn fremsti píanóleikari Bandaríkjanna, Jeremy Denk sækir Ísland heim í fyrsta sinn. Hann kemur til landsins á vegum Evrópusambands píanókennara á Íslandi (EPTA) en félagið fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir.

Jeremy Denk hefur hlotið MacArthur “Genius” viðurkenninguna og Avery Fisher verðlaunin. Jeremy Denk kemur reglulega fram í Carnegie Hall en undanfarin ár hefur hann komið fram með Sinfóníuhljómsveit Chicago, Fílharmóníusveitinni í New York, Fílharmóníusveitinni í Los Angeles, Sinfóníuhljómsveit San Francisco og Cleveland hljómsveitinni. Auk þess hefur Denk farið í tónleikaferðir með Academy of St Martin in the Fields og leikið í Royal Albert Hall á BBC Proms. Hann hefur síðastliðinn áratug leikið reglulega með hinum margverðlaunaða fiðluleikara Joshua Bell en hann mun spila í Hörpu í október.

Á tónleikunum mun Jeremy leika verk eftir J. S. Bach, György Ligeti, Franz Liszt, Alban Berg og Robert Schumann.

Nánari upplýsingar um tónleikana á www.harpa.is/dagskra/vidburdur/pianoleikarinn-jeremy-denk-i-horpu/

Vefsíða og blogg listamannsins er: jeremydenk.net

Nemendum bjóðast miðar á afsláttarverði í miðasölu Hörpu.

Samhliða tónleikunum verður Jeremy með masterclass mánudaginn 30. september kl. 11:00 – 13:00 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi fyrir lengra komna nemendur.  Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Píanótónleikar Jeremys Denks í Norðurljósum, Hörpu sunnudaginn 29. september

Miðasala er hafin á tónleika píanóleikarans Jeremys Denks sem verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 29. september nk. kl. 20:00. Almennt miðaverð er kr. 5.000,- en félagsmönnum og nemendum býðst góður afsláttur á tónleikana á kr. 3.500,-

Jeremy kemur til landsins á vegum EPTA á Íslandi en félagið fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir.

Jeremy hefur hlotið MacArthur “Genius” viðurkenninguna og Avery Fisher verðlaunin. Hann kemur reglulega fram í Carnegie Hall en undanfarin ár hefur hann komið fram með Sinfóníuhljómsveit Chicago, Fílharmóníusveitinni í New York, Fílharmóníusveitinni í Los Angeles, Sinfóníuhljómsveit San Francisco og Cleveland hljómsveitinni. Auk þess hefur Denk farið í tónleikaferðir með Academy of St Martin in the Fields og leikið í Royal Albert Hall á BBC Proms. Hann lauk prófi frá Tónlistarháskólanum í Oberlin, Indiana háskólanum og Juilliard tónlistarháskólanum í New York.

Vefsíða og blogg listamannsins er: jeremydenk.net

Tónleikarnir í Hörpu: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/pianoleikarinn-jeremy-denk-i-horpu/

Vonumst til að sjá sem flesta!

 

Úrslit VII. Píanókeppni EPTA

Nú er VII. Píanókeppni Íslandsdeildar EPTA lokið. Keppnin var haldin í Kaldalóni sal Hörpu í þetta skiptið og stóð yfir dagana 24. – 25. nóvember. 1. umferð hafði áður farið fram gegnum innsend myndbönd. Í dómnefnd sátu í þetta sinn Dr. Nicholas Pokki, Martin Lysholm Jepsen og Prof. Julia Mustonen-Dahlkvist yfirdómari.

Við viljum þakka öllum keppendum fyrir glæsilega frammistöðu í keppninni og jafnframt öllum þeim sem komu og hlustuðu dagana tvo.

Úrslit keppninnar urðu eftirfarandi:

1. flokkur – 11 ára og yngri

1. sæti     Vasyl Zaviriukha
2. sæti     Þórey María E. Kolbeins

2. flokkur – 15 ára og yngri

1. sæti     Ásta Dóra Finnsdóttir
2. sæti     Magnús Stephensen
3. sæti     Alexander Viðar og Helga Sigríður E. Kolbeins

3. flokkur – 19 ára og yngri

1. sæti     Björn Helgi Björnsson
2. sæti     Baldvin Fannar Guðjónsson
3. sæti     Ólína Ákadóttir

Verðlaun fyrir besta flutning á verki Agnars Más Magnússonar – Ómóróa hlaut  Ólína Ákadóttir.

Grand Prix – verðlaun dómnefndar fyrir sérstaklega glæsilegan flutning hlaut  Ásta Dóra Finnsdóttir.

DSC_1391

Myndir: Finnur Þorgeirsson

Úrslit 1. umferðar VII. Píanókeppni Íslandsdeildar EPTA

Úrslit 1. umferðar VII. píanókeppni Íslandsdeildar EPTA liggja nú fyrir. Listi þeirra keppenda sem komust áfram í 2. umferð sem fram fer í Kaldalóni sal Hörpu 24. – 25. nóvember 2018 er birtur í stafrófsröð hér meðfylgjandi:

Ritari Íslandsdeildar EPTA sá um úrvinnslu og umsýslu umsókna í 1. umferð keppninnar. Dómnefnd 1. umferðar var skipuð af Alexey Lebedev, Aristo Sham og Daumants Liepiņš. Dómarar fóru yfir innsend vídeó keppenda og gáfu hverjum keppanda stig og umsögn á ensku. Upplýsingagjöf um keppendur til dómaranna var takmörkuð við nafn, aldur/keppnisflokk og verk. Til þess að komast áfram í 2. umferð þurfti heildarstigafjöldi hvers keppanda að vera að lámarki 240/3 = 80. 

1. flokkur

Vasyl Zaviriukha
Þórey María Eyþórsdóttir 

2. flokkur

Alexander Viðar
Ásta Dóra Finnsdóttir
David Wallerstein
Eysteinn Ísidór Ólafsson
Guðmundur Steinn Markússon
Helga Sigríður Eyþórsdóttir Kolbeins
Ingibjörg Ramos Hilmarsdóttir
Klara Margrét Ívarsdóttir
Magnús Stephensen

3. flokkur

Anais Bergsdóttir
Baldvin Fannar Guðjónsson
Björn Helgi Björnsson
Ólína Ákadóttir

Stjórn Íslandsdeildar EPTA þakkar öllum keppendum og dómurum kærlega fyrir þátttökuna og óskar þeim góðs gengis!

Vel heppnuð innanlandsráðstefna EPTA

Frábær þátttaka var í 3. EPTA ráðstefnu Íslandsdeildar sem haldin var í Bergi Hljómahöll í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 14. janúar sl. Sóttu hátt í fjórða tug píanókennara landsins ráðstefnuna til að hlýða á innlenda og erlenda fyrirlesara. Hápunktur ráðstefnunnar voru fyrirlestur prófessors Juliu Mustonen-Dahlkvist um undirbúning nemenda fyrir keppnir og einleikstónleikar Aristo Sham sem flutti úrval verka eftir Scarlatti, Scriabin, Liszt, Brahms og Barber. Það var heiður fyrir EPTA að kynna slíka rísandi stjörnu fyrir Íslendingum og verður spennandi að fylgjast með þessum unga snilling.
Ummæli Haralds A. Haraldssonar skólastjóra Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru lýsandi fyrir hversu vel ráðstefnan heppnaðist í alla staði: “Ég fann mjög vel fyrir ánægju ráðstefnugesta, bæði með efnistökin á ráðstefnunni og aðstöðunni sem EPTA bauð sínu fólki upp á. Ég er ánægður með að hafa fengið að vera hluti af því með skólanum mínum. Tónleikarnir voru frábærir! Gaman og nærandi að sjá og heyra svona ungan virtúós. Gríðarlega þroskaður flutningur og öll mótun, tónmyndun og blæbrigði snertu mig óneitanlega, eins og aðra tónleikagesti. Stjórn EPTA má vera stolt af upplagi ráðstefnunnar og því hvernig til tókst.” Júlíana Rún Indriðadóttir skólastjóri Tónskóla Sigursveins sagði um ráðstefnuna: “mjög fínir og vel fluttir fyrirlestrar – tónleikarnir í lokin voru náttúrulega ótrúlegir, – ég hef sjaldan heyrt annan eins píanóleik.“

Minnum á Innanlandsráðstefnu

Minnum á EPTA Innanlandsráðstefnuna sunnudaginn 14. janúar í Bergi tónleika- og fyrirlestrarsal Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá kl. 10:00-19:00. Fjölbreytt erindi innlendra og erlendra gestafyrirlesara: Professor Julia Mustonen-Dahlkvist frá University of Karlstad, Sunna Gunnlaugsdóttir, Björg Brjánsdóttir, Kári Árnason, Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir og einstakur listviðburður kl. 17:30 – einleikstónleikar hins margverðlaunaða unga píanóleikara frá Hong Kong – Aristo Sham. Skráningar hafa gengið mjög vel og stefnir allt í frábæra og fræðandi ráðstefnu að hætti Íslandsdeildar EPTA.

Hægt verður að kaupa dagspassa samdægurs á ráðstefnuna og einnig verður hægt að kaupa miða á tónleika Aristo Sham eingöngu sem hefjast kl. 17:30. Verð dagspassa: kr. 15.000 / 8000 fyrir námsmenn (innifalin létt hádegis-og síðdegishressing); verð tónleikamiða: kr. 2500 / 1500 fyrir námsmenn, aldraða og öryrkja.
Minnum á að hægt er að sækja um styrk fyrir ráðstefnugjaldi í endurmenntunarsjóði stéttarfélaga.

Innanlandsráðstefna Íslandsdeildar EPTA – 14. janúar 2018

Næsta innanlandsráðstefnan verður haldin sunnudaginn 14. janúar 2018 í Bergi tónleika- og fyrirlestrarsal Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá kl. 10:00-19:00. Tónlistarskólinn hefur boðið okkur velkomin að nýta hina frábæru aðstöðu sem þar er til staðar og hlökkum við til að halda næstu innanlandsráðstefnuna utan höfuðborgarsvæðisins, síðast þegar EPTA félagar lögðu land undir fót var ekkert smávegis fjör og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Til þess að EPTA félagar geti gert sér glaða helgi í tengslum við innanlandsráðstefnuna höfum við fengið tilboð í gistingu á Hótel Berg (kr. 12.000 fyrir tveggja manna herbergi m. morgunverði) og hátíðarkvöldverð á Kaffi Duus (kr. 5400 3. rétta matseðill) laugardaginn 13.1. fyrir félagsmenn. ATH. félagsmenn bóka sjálfir gistingu með því að senda á berg@hotelberg.is v. innanlandsráðstefnu EPTA. Til að taka þátt í hátíðarkvöldverði á Kaffi Duus þarf að senda staðfestingu á epta@epta.is

Laugardaginn 13.1. er hægt að nýta til afslöppunar enda margt hægt að gera og sjá á svæðinu, Bláa lónið og ýmis menningarstarfsemi og söfn 

Lokaskráningarfrestur á innanlandsráðstefnuna er til 22. des. nk. Skráningargjald á ráðstefnuna er kr. 12.500 fyrir EPTA félaga og kr. 15.000 fyrir aðra, sem innifelur léttan hádegisverð, kaffi og síðdegishressingu og greiðist við skráningu fyrir 15. des. nk. Vinsamlegast greiðið inn á reikning EPTA 0515-26-13773 kt. 690586-2239 og sendið skýringu á epta@epta.is Minnum á að hægt er að sækja um styrk fyrir ráðstefnugjaldi í endurmenntunarsjóði stéttarfélaga.

Dagskrá innanlandsráðstefnunnar verður fjölbreytt og metnaðarfull að vanda, innlendir og erlendir gestafyrirlesarar miðla af reynslu sinni og þekkingu. Þar má nefna Björgu Brjánsdóttur, flautuleikara og Timanikennara sem kynnir Timaniaðferðina um góða líkamsbeitingu við hljóðfæraleik, Bjargeyju Þrúði Ingólfsdóttur, deildarstjóra hljómborðsdeildar í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem fjalla mun um spunakennslu píanónema, Kára Árnason, sjúkraþjálfara hjá Gáska og Landspítalanum- Háskólasjúkrahúsi sem fjalla mun um áhrif hljóðfæraleiks á stoðkerfið og Sunnu Gunnlaugsdóttur, jazzpíanóleikara og kennara við MÍT sem fjalla mun um kennslu í ritmísku píanónámi.

Upptaktur að VII. píanókeppni EPTA sem fram fer 23.-24. nóv. 2018 verður gestafyrirlestur prófessor Juliu Mustonen-Dahlkvist á innanlandsráðstefnunni en hún er deildarstjóri píanódeildar Ingesund College of Music við háskólann í Karlstad. Prófessor Mustonen-Dahlkvist er eftirsóttur píanóleikari, verðlaunahafi, dómari, gestafyrirlesari og kennari víða um heim auk þess að gegna stöðu listræns stjórnanda Nordic Piano Competition í Svíþjóð. Hún mun alla um eitt af sérsviðum sínum, undirbúning nemenda fyrir keppnir og sitja fyrir svörum ráðstefnugesta en nemendur hennar hafa unnið til verðlauna víða um heim. Ráðstefnunni lýkur með spennandi tónleikum nemanda Mustonen-Dahlkvist og rísandi stjörnu í píanóheiminum, Aristo Sham sem hlotið hefur fjölmörg verðlaun í alþjóðlegum keppnum á ferli sínum. Hann kemur til okkar beint frá tónleikahaldi í Bandaríkjunum á ferð sinni yfir hafið og verða tónleikar hans án efa hápunktur ráðstefnunnar. Á efnisskránni verða verk eftir Scarlatti, Scriabin, Liszt, Brahms og Barber.

Dagskrá ráðstefnunar má nálgast hér: Dagskrá Innanlandsráðstefnu Íslandsdeildar EPTA 14.janúar 2018

 Skráning fer fram hér: Skráning á 3. innanlandsráðstefnu EPTA