jeremy-harpa2

Einn fremsti píanóleikari Bandaríkjanna, Jeremy Denk sækir Ísland heim í fyrsta sinn. Hann kemur til landsins á vegum Evrópusambands píanókennara á Íslandi (EPTA) en félagið fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir.

Jeremy Denk hefur hlotið MacArthur “Genius” viðurkenninguna og Avery Fisher verðlaunin. Jeremy Denk kemur reglulega fram í Carnegie Hall en undanfarin ár hefur hann komið fram með Sinfóníuhljómsveit Chicago, Fílharmóníusveitinni í New York, Fílharmóníusveitinni í Los Angeles, Sinfóníuhljómsveit San Francisco og Cleveland hljómsveitinni. Auk þess hefur Denk farið í tónleikaferðir með Academy of St Martin in the Fields og leikið í Royal Albert Hall á BBC Proms. Hann hefur síðastliðinn áratug leikið reglulega með hinum margverðlaunaða fiðluleikara Joshua Bell en hann mun spila í Hörpu í október.

Á tónleikunum mun Jeremy leika verk eftir J. S. Bach, György Ligeti, Franz Liszt, Alban Berg og Robert Schumann.

Nánari upplýsingar um tónleikana á www.harpa.is/dagskra/vidburdur/pianoleikarinn-jeremy-denk-i-horpu/

Vefsíða og blogg listamannsins er: jeremydenk.net

Nemendum bjóðast miðar á afsláttarverði í miðasölu Hörpu.

Samhliða tónleikunum verður Jeremy með masterclass mánudaginn 30. september kl. 11:00 – 13:00 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi fyrir lengra komna nemendur.  Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.