Píanótónleikar Jeremys Denks í Norðurljósum, Hörpu sunnudaginn 29. september

Miðasala er hafin á tónleika píanóleikarans Jeremys Denks sem verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 29. september nk. kl. 20:00. Almennt miðaverð er kr. 5.000,- en félagsmönnum og nemendum býðst góður afsláttur á tónleikana á kr. 3.500,-

Jeremy kemur til landsins á vegum EPTA á Íslandi en félagið fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir.

Jeremy hefur hlotið MacArthur “Genius” viðurkenninguna og Avery Fisher verðlaunin. Hann kemur reglulega fram í Carnegie Hall en undanfarin ár hefur hann komið fram með Sinfóníuhljómsveit Chicago, Fílharmóníusveitinni í New York, Fílharmóníusveitinni í Los Angeles, Sinfóníuhljómsveit San Francisco og Cleveland hljómsveitinni. Auk þess hefur Denk farið í tónleikaferðir með Academy of St Martin in the Fields og leikið í Royal Albert Hall á BBC Proms. Hann lauk prófi frá Tónlistarháskólanum í Oberlin, Indiana háskólanum og Juilliard tónlistarháskólanum í New York.

Vefsíða og blogg listamannsins er: jeremydenk.net

Tónleikarnir í Hörpu: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/pianoleikarinn-jeremy-denk-i-horpu/

Vonumst til að sjá sem flesta!