Úrslit VII. Píanókeppni EPTA

Nú er VII. Píanókeppni Íslandsdeildar EPTA lokið. Keppnin var haldin í Kaldalóni sal Hörpu í þetta skiptið og stóð yfir dagana 24. – 25. nóvember. 1. umferð hafði áður farið fram gegnum innsend myndbönd. Í dómnefnd sátu í þetta sinn Dr. Nicholas Pokki, Martin Lysholm Jepsen og Prof. Julia Mustonen-Dahlkvist yfirdómari.

Við viljum þakka öllum keppendum fyrir glæsilega frammistöðu í keppninni og jafnframt öllum þeim sem komu og hlustuðu dagana tvo.

Úrslit keppninnar urðu eftirfarandi:

1. flokkur – 11 ára og yngri

1. sæti     Vasyl Zaviriukha
2. sæti     Þórey María E. Kolbeins

2. flokkur – 15 ára og yngri

1. sæti     Ásta Dóra Finnsdóttir
2. sæti     Magnús Stephensen
3. sæti     Alexander Viðar og Helga Sigríður E. Kolbeins

3. flokkur – 19 ára og yngri

1. sæti     Björn Helgi Björnsson
2. sæti     Baldvin Fannar Guðjónsson
3. sæti     Ólína Ákadóttir

Verðlaun fyrir besta flutning á verki Agnars Más Magnússonar – Ómóróa hlaut  Ólína Ákadóttir.

Grand Prix – verðlaun dómnefndar fyrir sérstaklega glæsilegan flutning hlaut  Ásta Dóra Finnsdóttir.

DSC_1391

Myndir: Finnur Þorgeirsson