Aðalfundur EPTA 2021

Aðalfundur Evrópusambands píanókennara verður haldinn þriðjudaginn 5. október 2021, kl. 20:00 í sal Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Lindargötu 51, 101 Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar:

a) Skýrsla stjórnar
b) Skýrslur nefnda
c) Reikningar félagsins
d) Kosning formanns, stjórnarmanna og varamanna þeirra. e) Kosning tveggja skoðunarmanna
f) Ákvörðun félagsgjalda
g) Önnur mál.

Aðalstjórn félagsins býður sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu. Framboð berist fyrir föstudag 01.október 2021 á netfangið: epta@epta.is

Við hvetjum félagsmenn til að mæta og taka þátt í félagsstörfum.

Bestu kveðjur,
Ólöf, Brynja og Einar.

Fimmta innanlandsráðstefna EPTA á Íslandi 19. september 2020

Fimmta innanlandsráðstefna EPTA á Íslandi verður haldin laugardaginn 19. september 2020 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi 11, 210 Garðabæ.

Dagskrá ráðstefnunnar:

Kl. 10:00 

Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands heldur fyrirlestur um tónlist og heilann. Helga Rut hefur um árabil stundað rannsóknir um efnið og mun veita okkur innsýn í niðurstöður.

Kl. 11:00 

Umræður um EPTA keppnina sem verður haldin í nóvember 2021 sem og um viðburð félagsins 17. desember 2020 þar sem stendur til að halda hátíðlegan dag í minningu Árna Kristjánssonar, píanókennara sem hefði átt afmæli þann dag en dagurinn er einnig skírnardagur L. v. Beethovens.

Kl. 12:00 – 13:00

Hádegishlé að eigin vali t.d. Matstofa Garðabæjar eða verslunarkjarninn í nálægð skólans.

Kl. 13:00

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir , sálfræðingur, lektor og sviðsstjóri í tækni- og verkfræðideild HR mætir með annað erindi um hvernig tónlistarnemar geta nýtt sér fræði íþróttasálfræðinnar. Erindið er sjálfstætt framhald fyrirlesturs sem hún hélt á síðustu innanlandsráðstefnu EPTA í nóvember 2019.

Kl. 14:15

Píanóleikarinn og píanókennarinn Kristinn Örn Kristinsson verður með erindi um Suzuki kennsluaðferðina. Kristinn Örn hefur kennt eftir Suzukiaðferðinni um árabil og er t.a.m. að fara af stað í haust með nýjan árgang nemenda í Suzukiaðferðinni fyrir píanó.

Áætlað er að ráðstefnulok verði um kl. 15:30

Verð á ráðstefnu fyrir félagsmenn EPTA: kr. 6.000,-
Verð á ráðstefnu fyrir þá sem ekki eru í félaginu: kr. 10.000,-

Kl. 16:30

Píanótónleikar í Salnum, Kópavogi – Kristín Jónína Taylor píanóleikari og Bryan Stanley píanóleikari flytja sónötur Beethovens. Fyrstu tónleikar í röð fleiri sem Salurinn í Kópavogi stendur fyrir í tilefni 250 ára afmælis L. v. Beethovens. Hugmyndina átti Jónas Ingimundarson en Peter Máté hefur unnið við skipulagningu. Enginn aðgangseyrir.

Skráning sendist á netfangið epta@epta.is seinast sunnudaginn 13. september 2020 kl. 23:59. Vinsamlega greiðið inn á reikning félagsins: 515-26-13773 kt.: 690586-2239. Hægt er að nýta styrk úr Endurmenntunarsjóði FT og Endurmenntunarsjóði FÍH.

Við hvetjum félagsmenn til að mæta!

Stjórn EPTA á Íslandi.

Styrkur til framhaldsnáms í píanóleik

Minningarsjóður um Birgi Einarson apótekara mun á næstunni veita styrk til píanóleikara, sem er í framhaldsnámi erlendis í klassískum píanóleik eða er að hefja slíkt nám.

Með umsókn skulu fylgja greinargóðar upplýsingar um tónlistarnám og eftir atvikum starfsferil umsækjanda og fyrirhugað framhaldsnám. Þá skal fylgja hljóðritun af leik umsækjanda á tónleikum eða myndbandsupptaka.
Umsóknum skal skila fyrir 1. júní 2020 til formanns sjóðsstjórnar, Ingu Ástu Hafstein, Stokkalæk, Rangárþingi ytra, 851 Hella.

Dagskrá fjórðu innanlandsráðstefnu EPTA á Íslandi

Laugardagur 9. nóvember 2019 í Hannesarholti.

Kl. 10:00 – Þórarinn Stefánsson píanóleikari, píanókennari og útgefandi og Björgvin
Þ. Valdimarsson píanókennari, hljóðfærakennari og útgefandi kynna nýútkomið efni.

Kl. 10:45 – Sirkka-Liisa Kärkkäinen frá Finnlandi verður með vinnustofu í skapandi tónlist.

Sirkka-Liisa er kennari við Sibeliusarakademíuna í Helsinki og hefur áralanga reynslu af sköpunarþætti í píanókennslu.

Kl. 11:45 – HÁDEGISHLÉ

Kl. 13:15 – Sirkka-Liisa Kärkkäinen frh. vinnustofu og verkefni leikin (Pop-up concert).

Kl. 14:00 – Ástvaldur Traustason píanóleikari og Zen iðkandi verður með erindið:
„Vakandi athygli“ – praktískar æfingar við hljóðfærið og í kennslu.

Kl. 15:00 – Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, lektor og sviðsstjóri í tækni-
og verkfræðideild HR sem og dósent og sviðsstjóri íþróttafræðisviðs HR mun ræða um
hvort tónlistarnemendur geti nýtt sér íþróttasálfræði;

Kl. 16:00 – Félagsmenn EPTA á Íslandi sem hafa sótt MTNA ráðstefnur síðustu ár í
USA munu hafa til sýnis og kynna nótnabækur sem þeir hafa kynnst og notað í kennslu.

Að ráðstefnu lokinni verður farið á Hamingjustund í miðborg Reykjavíkur.

Verð kr. 13.500,- Innifalið er kaffi/te yfir daginn ásamt grænmetissúpu og brauði í hádeginu. Leggist inn á reikning 0515-26-13773 kt.: 690586-2239

Við vekjum athygli á að hægt er að sækja um styrk hjá Endurmenntunarsjóði KÍ fyrir ráðstefnunni.
Skráningarfrestur er til og með kl.12:00 á hádegi 31. október.

Vinsamlegast sendið staðfestingu á skráningu og greiðslu á netfangið: epta@epta.is og einnig ef áhugi er á að eignast bók Jyrki Tenni og Ralph Abelein.

Vonumst til að sjá sem flesta,
Stjórn EPTA á Íslandi