VI. píanókeppni Íslandsdeildar EPTA

 

Við viljum vekja athygli ykkar á, að nú er komið að VI. píanókeppni Íslandsdeildar EPTA  sem mun fara fram í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, dagana 4. til 8. nóvember næstkomandi.

Dagskrá keppninnar er á eftirfarandi tímum:

Miðvikudag, 4. nóv 2015        kl.9-15

Miðvikudag, 4. nóv 2015      kl.16- 18 Keppni í Yngsta flokki 10 ára og yngri, tónleikar og verðlaunaafhending.

Fimmtudag, 5.nóv 2015         kl.9-18

Laugardag, 7. Nóv 2015        kl.10-16   Úrslit

Sunnudag, 8.nóv 2015           kl.14-16   Verðlaunaafhending

Aðgangur er öllum opinn og ókeypis fyrir nemendur, 1000 kr. fyrir aðra.

Dagskrá keppninnar, tímatöflu æfinga, bækling með upplýsingum og verkefnalistum ásamt leyfisbréfi til að skila til grunnskóla svo hægt sé að sækja keppnina á skólatíma er að finna í valmyndinni hér að ofan.

Það skiptir miklu máli, í þvi umhverfi sem tónlistarskólar starfa í dag, að tónlistarkennarar sýni samstöðu og mæti á svona stóran viðburð sem píanókeppnin er. Það er einlæg ósk Íslandsdeildar EPTA að píanókennarar mæti og hvetji sína nemendur einnig til að koma og fylgjast með jafnöldrum þeirra leika.  Það er bæði spennandi, skemmtilegt og lærdómsríkt að fylgjast með keppendum og þannig brjóta upp hefðbundna kennslu.

Með von um góð viðbrögð og hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Salnum.