Niðurstöður úr VIII. Píanókeppni EPTA

Nú er VIII. Píanókeppni EPTA lokið.

Við viljum þakka öllum keppendum fyrir frábæra frammistöðu í keppninni og einnig kennurum þeirra og öllum þeim sem komu og hlustuðu.

Úrslit voru tilkynnt í dag og eru niðurstöður dómnefndar eftirfarandi:

Yngsti flokkur 10 ára og yngri:

1. sæti – Kristín Gyða Bjarnveigardóttir
2. sæti – Iðunn Óliversdóttir
3. sæti – Kolbeinn Hjörleifsson

1. flokkur 14 ára og yngri:

1. sæti – Vasyl Zaviriukha
2. sæti – Þór Óli Bjarnason
3. sæti – Ásgerður Sara Hálfdanardóttir

2. flokkur 18 ára og yngri:

1. sæti – Ásta Dóra Finnsdóttir
2. sæti – Alexander Viðar
3. sæti – Óskar Atli Kristinsson

Verðlaun fyrir besta flutning á nýju íslensku verki eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur:

Polina María Viktorsdóttir

Úrslitadegi lokið í píanókeppni – Verðlaunaafhending á morgun sunnudag

Nú er úrslitadegi VIII. Píanókeppni EPTA lokið.

Keppendur stóðu sig frábærlega og léku krefjandi verk með glæsibrag.

Á morgun sunnudag kl. 13 verður verðlaunaafhending í Salnum. Þá verða veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti hvers flokks auk verðlauna fyrir besta flutning á nýja íslenska verkinu Lausagrjót eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur.

Verðlaunahafar munu svo leika fyrir áheyrendur.

Eftirfarandi keppendur fá verðlaun í yngsta flokki 10 ára og yngri:

  • Iðunn Óliversdóttir
  • Kolbeinn Hjörleifsson
  • Kristín Gyða Bjarnveigardóttir

Aðalfundur EPTA 2021

Aðalfundur Evrópusambands píanókennara verður haldinn þriðjudaginn 5. október 2021, kl. 20:00 í sal Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Lindargötu 51, 101 Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar:

a) Skýrsla stjórnar
b) Skýrslur nefnda
c) Reikningar félagsins
d) Kosning formanns, stjórnarmanna og varamanna þeirra. e) Kosning tveggja skoðunarmanna
f) Ákvörðun félagsgjalda
g) Önnur mál.

Aðalstjórn félagsins býður sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu. Framboð berist fyrir föstudag 01.október 2021 á netfangið: epta@epta.is

Við hvetjum félagsmenn til að mæta og taka þátt í félagsstörfum.

Bestu kveðjur,
Ólöf, Brynja og Einar.