Ný heimasíða EPTA á Íslandi

Nú er búið að taka í gagnið nýja heimasíðu íslandsdeildar EPTA. Það er von okkar að hún nýtist vel við að koma upplýsingum til skila á skilmerkilegan og þægilegan hátt. Síðan er einkar þægileg aflestrar á snjalltækjum og ætti því að vera aðgengileg hvar og hvenær sem er.

Verið er að leggja lokahönd á síðuna en það ætti ekki að koma í veg fyrir að notendur hennar geti nálgast þær upplýsingar sem á þarf að halda.

 

37. Alþjóðlega ráðstefna EPTA í Hollandi

37. alþjóðlega ráðstefna EPTA verður haldin í Hollandi dagana 22. til 25. o2015IntCongresktóber.

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Key Connections“ eða „Lykiltengingar“ og fjölbeytt úrval fyrirlestra í boði. Hátt í 20 Íslendingar hafa skráð sig og það er mikil spenna í loftinu þar sem að Ísland mun taka við forsæti stjórnar EPTA og halda næstu alþjóðlegu ráðstefnu að ári liðnu.

Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni https://www.eptanederland.nl/agenda/conference-2015/