VII. Píanókeppni Íslandsdeildar EPTA í Kaldalóni Hörpu 24. – 25. nóv. 2018
Yfirdómari: Prófessor Julia Mustonen-Dahlkvist*
Dómnefnd 1. umferð
Alexey Lebedev, Aristo Sham, Daumants Liepiņš
Dómnefnd 2. umferð & úrslit í Hörpu:
Prófessor Julia Mustonen-Dahlkvist, Dr. Nicholas Pokki, Martin Lysholm Jepsen
Verndari keppninnar er Mennta- og menningarmálaráðherra
Styrktaraðilar: RÚV Rás 1, Kennarasamband Íslands, Tónlistarsjóður.
I
Keppnin er opin nemendum sem stunda píanónám hjá EPTA kennara á Íslandi í grunn-, mið- og framhaldsstigi 25. nóv. 2018
Núverandi kennarar keppenda séu fullgildir meðlimir í Íslandsdeild EPTA og skuldlausir við félagið 1. júlí 2018
Keppt verður í þremur flokkum:
II
Keppendur sendi inn rafræna umsókn á netfang Íslandsdeildar EPTA: epta@epta.is
Umsóknarfrestur: 1. júlí 2018
Þátttökugjald: kr. 5000 sem greiðist inn á reikning 0515-26-13773 kt. 690586-2239
Kvittun sendist á epta@epta.is
Umsókn skulu fylgja:
- Kvittun fyrir greiddu þátttökugjaldi
- Afrit af fæðingarvottorði / vegabréfi
- Ljósmynd í lit (jpg)
- Stutt lýsing á námsferli (100 orð) og virkt netfang nemanda, forráðamanns & kennara
- Verkefnalisti
- Staðfesting ábyrgðarmanns umsóknar: EPTA kennari keppanda – þar sem fram kemur yfirlýsing um stöðu og lengd náms
- Staðfesting ábyrgðarmanns keppanda: Forráðamaður keppanda – þar sem fram kemur yfirlýsing um heimild keppanda til að taka þátt með þeim skilyrðum sem sett eru varðandi birtingar á nöfnum, aldri, videohljóðritunum og öðrum tengdum upplýsingum sem notaðar verða við kynningu, framkvæmd og eftirfylgni keppninnar
III
Allar ákvarðanir dómnefnda eru endanlegar
Dómnefnd áskilur sér rétt til að hafna umsóknum án nánari skýringa
Þátttökugjald verður ekki endurgreitt
Keppendur skuli ekki taka þátt í öðrum tónlistarviðburðum 24.-25. nóv. 2018
Íslandsdeild EPTA áskilur sér rétt til að birta allar videohljóðritanir, ljósmyndir, viðtöl og önnur viðhlítandi gögn frá keppninni við kynningu, framkvæmd og eftirfylgni
IV
1. umferð – keppandi hljóðritar eigin píanóleik af eigin verkefnalista og setur á lokaða youtube rás. Hlekkir á lokaða youtube rás með píanóleik keppanda verði sendir rafrænt með umsókn
Dómnefnd velur úr innsendum videohljóðritunum að hámarki 10 keppendur úr hverjum flokki
Leiðbeiningar um gerð videohljóðritana má finna á heimasíðu EPTA www.epta.is
Leiðbeiningar um uppsetningu eigin youtube rásar má finna t.d. á eftirfarandi vefsíðum:
https://support.google.com/youtube/answer/1646861?hl=en
https://blog.bufferapp.com/create-a-youtube-channel
Úrslit úr 1. umferð verða tilkynnt 1. september 2018
V
2. umferð – þeim keppendum sem valdir verða úr hverjum flokki 1. umferðar gefst kostur að leika verkefni sín fyrir dómnefnd í Kaldalóni Hörpu 24. nóv. 2018
Úrslit – þeim keppendum sem valdir verða úr hverjum flokki 2. umferðar gefst kostur að leika verkefni sín fyrir dómnefnd í Kaldalóni Hörpu 25. nóv. 2018
Verðlaunaafhending og tónleikar vinningshafa verða í Kaldalóni Hörpu 25. nóv. 2018
Dregið verður um röð keppenda
Þátttakendum verður séð fyrir æfingaaðstöðu á meðan keppninni stendur
Keppnin verður opin almenningi til áheyrnar
VI
Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í keppninni
Veittar verða viðurkenningar fyrir 1., 2. og 3. sæti í hverjum flokki og fyrir besta flutning á nýju verki Agnars Más Magnússonar*
Sigurvegarar hvers flokks koma fram við verðlaunaafhendinguna í Kaldalóni Hörpu og leika fyrir áheyrendur
VII
Verkefnalistar – öll verk skulu leikin utanbókar nema verk AMM:
1. flokkur 7-11 ára (fædd 31.12. 2007 eða síðar)
1. umferð 5 mín
Verk A: Etýða
Verk B: Klassík – kafli úr sónatínu / sónötu eða tilbrigði
2. umferð 5 mín
Verk C: Eitt eða fleiri Rómantísk eða 20/21. aldar verk
Úrslit 5 mín
Verk D: Frjálst val, má leika eitt eða fleiri verk, mega vera verk úr 1. umferð
2. flokkur 12-15 ára (fædd 31.12. 2003 eða síðar)
1. umferð 5-8 mín
Verk A: Etýða
Verk B: Klassík – kafli úr sónatínu / sónötu eða tilbrigði
2. umferð 5-10 mín
Verk C: Eitt eða fleiri Rómantísk eða 20/21. aldar verk
Úrslit 5-8 mín
Verk D: Frjálst val, má leika eitt eða fleiri verk, mega vera verk úr 1. umferð
3. flokkur 16-19 ára (fædd 31.12. 1999 eða síðar)
1. umferð 10-12 mín
Verk A: Etýða
Verk B: Klassík – kafli úr sónatínu / sónötu eða tilbrigði
2. umferð 15 mín (ath. verk AMM er ekki innifalið í þessum 15 mín)
Verk C: Eitt eða fleiri Rómantísk eða 20/21. aldar verk
Verk X: Frumflutningur á píanóverki Agnars Más Magnússonar (þarf ekki að vera flutt utanbókar)
Úrslit 10-12 mín
Verk D: Frjálst val, má leika eitt eða fleiri verk, mega vera verk úr 1. umferð
* Upplýsingar um dómnefndir VII. EPTA keppninnar má finna á www.epta.is
* Hægt verður að nálgast verk Agnars Más Magnússonar á www.epta.is frá 1. maí 2018