Kári Árnason útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands 2013 og lauk meistaraprófi í Performing Arts Medicine frá University College London haustið 2016. Starfa í dag á Gáska Sjúkraþjálfun ásamt því að vera einingastjóri á göngudeild sjúkraþjálfunar á Landspítalanum í Fossvogi. Er stundakennari við tónlistardeild Listaháskóla Íslands og kenni þar námskeiðið “Líkami, list og heilsa”. Er stofnandi og eigandi Reykjavík Art Clinic sem er sérstök sjúkraþjálfunarmóttaka fyrir tónlistarmenn. Hefur spilað á bassa frá unglingsaldri og á að baki langan feril sem tónlistarmaður.
Í þessu erindi verður fjallað um álagsmeiðsli tónlistarmanna, helstu birtingarmyndir þeirra og árangursríkar leiðir til að draga úr algengi og alvarleika álagsmeiðsla sem tónlistarmenn glíma gjarnan við.