Dagskrá

Laugardagur 9. nóvember 2019 í Hannesarholti.

Kl. 10:00 – Þórarinn Stefánsson píanóleikari, píanókennari og útgefandi og Björgvin
Þ. Valdimarsson píanókennari, hljóðfærakennari og útgefandi kynna nýútkomið efni.

Kl. 10:45 – Sirkka-Liisa Kärkkäinen frá Finnlandi verður með vinnustofu í skapandi tónlist.

Sirkka-Liisa er kennari við Sibeliusarakademíuna í Helsinki og hefur áralanga reynslu af sköpunarþætti í píanókennslu.

Kl. 11:45 – HÁDEGISHLÉ

Kl. 13:15 – Sirkka-Liisa Kärkkäinen frh. vinnustofu og verkefni leikin (Pop-up concert).

Kl. 14:00 – Ástvaldur Traustason píanóleikari og Zen iðkandi verður með erindið:
„Vakandi athygli“ – praktískar æfingar við hljóðfærið og í kennslu.

Kl. 15:00 – Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, lektor og sviðsstjóri í tækni-
og verkfræðideild HR sem og dósent og sviðsstjóri íþróttafræðisviðs HR mun ræða um
hvort tónlistarnemendur geti nýtt sér íþróttasálfræði;

Kl. 16:00 – Félagsmenn EPTA á Íslandi sem hafa sótt MTNA ráðstefnur síðustu ár í
USA munu hafa til sýnis og kynna nótnabækur sem þeir hafa kynnst og notað í kennslu.

Að ráðstefnu lokinni verður farið á Hamingjustund í miðborg Reykjavíkur.

Verð kr. 13.500,- Innifalið er kaffi/te yfir daginn ásamt grænmetissúpu og brauði í hádeginu. Leggist inn á reikning 0515-26-13773 kt.: 690586-2239

Við vekjum athygli á að hægt er að sækja um styrk hjá Endurmenntunarsjóði KÍ fyrir ráðstefnunni.
Skráningarfrestur er til og með kl.12:00 á hádegi 31. október.

Vinsamlegast sendið staðfestingu á skráningu og greiðslu á netfangið: epta@epta.is og einnig ef áhugi er á að eignast bók Jyrki Tenni og Ralph Abelein.

Vonumst til að sjá sem flesta,
Stjórn EPTA á Íslandi