Month: nóvember 2021
Niðurstöður úr VIII. Píanókeppni EPTA
Nú er VIII. Píanókeppni EPTA lokið.
Við viljum þakka öllum keppendum fyrir frábæra frammistöðu í keppninni og einnig kennurum þeirra og öllum þeim sem komu og hlustuðu.
Úrslit voru tilkynnt í dag og eru niðurstöður dómnefndar eftirfarandi:
Yngsti flokkur 10 ára og yngri:
1. sæti – Kristín Gyða Bjarnveigardóttir
2. sæti – Iðunn Óliversdóttir
3. sæti – Kolbeinn Hjörleifsson
1. flokkur 14 ára og yngri:
1. sæti – Vasyl Zaviriukha
2. sæti – Þór Óli Bjarnason
3. sæti – Ásgerður Sara Hálfdanardóttir
2. flokkur 18 ára og yngri:
1. sæti – Ásta Dóra Finnsdóttir
2. sæti – Alexander Viðar
3. sæti – Óskar Atli Kristinsson
Verðlaun fyrir besta flutning á nýju íslensku verki eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur:
Polina María Viktorsdóttir
Úrslitadegi lokið í píanókeppni – Verðlaunaafhending á morgun sunnudag
Nú er úrslitadegi VIII. Píanókeppni EPTA lokið.
Keppendur stóðu sig frábærlega og léku krefjandi verk með glæsibrag.
Á morgun sunnudag kl. 13 verður verðlaunaafhending í Salnum. Þá verða veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti hvers flokks auk verðlauna fyrir besta flutning á nýja íslenska verkinu Lausagrjót eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur.
Verðlaunahafar munu svo leika fyrir áheyrendur.
Eftirfarandi keppendur fá verðlaun í yngsta flokki 10 ára og yngri:
- Iðunn Óliversdóttir
- Kolbeinn Hjörleifsson
- Kristín Gyða Bjarnveigardóttir
Dagskrá úrslita VIII. Píanókeppni EPTA – laugardagur 6. nóvember
Píanókeppni EPTA – Niðurstöður eftir fyrri umferð 2. flokks
Nú er öðrum keppnisdegi lokið í VIII. Píanókeppni EPTA.
Fjórir keppendur í 2. flokki komast áfram í seinni umferð sem verður á laugardaginn kl. 13.
Niðurstöður eftir fyrri umferð í 2. flokki, 18 ára og yngri eru eftirfarandi í stafrófsröð:
- Adrian Aron Nastor
- Alexander Viðar
- Ásta Dóra Finnsdóttir
- Óskar Atli Kristinsson
Píanókeppni EPTA – Niðurstöður eftir fyrri umferð 1. flokks
Nú er fyrsta keppnisdegi lokið í VIII. Píanókeppni EPTA.
Fimm keppendur komast áfram í seinni umferð sem verður á laugardaginn kl. 10:30.
Niðurstöður eftir fyrri umferð í 1. flokki, 14 ára og yngri eru eftirfarandi í stafrófsröð:
- Ásgerður Sara Hálfdanardóttir
- Chadman Naimi
- Ingibjörn Natan Guðmundsson
- Vasyl Zaviriukha
- Þór Óli Bjarnason