Skráning á 38. alþjóðlegu ráðstefnu EPTA sem haldin verður á Íslandi 22. til 25. september er nú í fullum gangi og við minnum fólk á að snemmskráningargjald er til og með 17. júní.
Einhverjir hafa lent í vandræðum með skráningu á ráðstefnuna og hér koma því nánari leiðbeiningar.
1. Farið inn á ráðstefnuheimasíðuna sem er á ensku – ekki íslensku
2. Farið inn á “Registration” sem er vinstra megin á síðunni.
3. Þá kemur skráningaeyðublað upp, líka á ensku, sem þarf að fylla út. Athugið að Skráningagjaldið er í evrum. Þar sem allir þurfa að borga með kreditkorti á það ekki að breyta neinu jafnvel fyrir Íslendingana. Við urðum að hafa verðið í Evrum þar sem hún var stöðugri en krónan og það var einfaldara að hafa eina síðu á ensku.
Vonandi er þetta allt saman skýrt og klárt og endilega drífið í að skrá ykkur fyrir 17.júní.
Hlökkum mikið til að sjá ykkur öll í Hörpu í September.