Kæru félagar
Við viljum vekja athygli á eftirfarandi viðburði.
Jónas Sen – Þá er ástæða til að hlæja – Æviminningar Halldórs Haraldssonar píanóleikara
Að útgáfu bókarinnar standa vinir Halldórs Haraldssonar (VHH) í tilefni af áttatíu ára afmæli Halldórs. VHH bjóða til útgáfukaffis í Hannesarholti laugardaginn 7. október á milli kl. 15-17. Þar munu Halldór og Jónas árita bókina auk þess sem lesið verður upp úr bókinni og slegið á létta strengi. Verð bókarinnar er kr. 7.990 en geisladiskur fylgir hverri seldri bók hjá vinum Halldórs. Forseld eintök verða afhent í útgáfukaffi VHH auk þess sem hægt verður að nálgast bókina hjá vinum Halldórs og á öðrum kynningarviðburðum sem auglýstir verða síðar.
„Þá er ástæða til að hlæja“ æviminningar Halldórs Haraldssonar píanóleikara sjóðheitar úr prentun í byrjun október 2017! Áhugasamir um að eignast eintak af þessari bráðskemmtilegu bók geta haft samband við einhvern eftirtalinna: Sigrún Grendal: sigrungrendal@gmail.com Berglind Björk Jónsdóttir: berglind@miranda.is Arndís Björk Ásgeirsdóttir: arndisb@ruv.is Sóley Skúladóttir: shs28@hi.is Þórarinn Stefánsson: tstef@simnet.is Jónas Sen: senjonas@gmail.com Halldór Haraldsson: halldorharalds@gmail.com
Skrásetning æviminninganna var í höndum Jónasar Sen og um ritstjórn sá Sigurður Svavarsson.