IX. Píanókeppni EPTA

IX. Píanókeppni EPTA 6. til 9. mars 2025 í Salnum, Kópavogi

Reglur fyrir IX. Píanókeppni EPTA á Íslandi.

I.
1. IX. Píanókeppni Íslandsdeildar EPTA verður haldin 6. til 9. mars
2025.
2. Dómnefnd samanstendur af fimm dómurum þar af einum erlendum sem
jafnframt er formaður dómnefndar.

II.
1. Keppnin er opin íslenskum píanónemendum 25 ára og yngri.
2. Keppandi skal hafa búið á Íslandi í að minnsta kosti eitt ár.
3. Miðað er við að keppendur séu ekki orðnir 26 ára á fyrsta degi
keppninnar.

III.
Umsóknum skal skilað fyrir 28. nóv. 2024 til epta@epta.is
Umsóknum skal fylgja:
a) Stutt lýsing á námsferli og virkt netfang nemanda og kennara.
b) Afrit af fæðingarvottorði / vegabréfi.
c) Kvittun fyrir greiddu þátttökugjaldi, kr. 15.000,- fyrir nemendur
félagsmanna, kr. 30.000,- fyrir aðra, kr. 10.000,- fyrir yngsta flokk,
sem greiðist inn á reikning EPTA nr. 0515-26-13773, kt.: 690586-2239.
d) Verkefnalisti.

IV.
1. Dómnefnd áskilur sér rétt til að hafna umsóknum án nánari skýringa.
2. Svar við umsóknum mun berast eigi síðar en 8. des. 2024.
3. Verði umsókn hafnað endurgreiðist þátttökugjald.
4. Dragi umsækjandi sig til baka eftir 8. des. verður þátttökugjaldið
ekki endurgreitt.

V.
Íslandsdeild EPTA áskilur sér rétt á öllum hljóðritunum sem gerðar verða
á vegum keppninnar.

VI.
1. Þátttakendum (af landsbyggðinni) verður séð fyrir æfingaaðstöðu á meðan keppnin stendur yfir.
2. Dregið verður um röð keppenda.

VII.
Keppnin verður opin almenningi til áheyrnar.

VIII.
1. Keppt verður í fjórum flokkum:
Yngsti flokkur, 10 ára og yngri.
1. flokkur, 14 ára og yngri.
2. flokkur, 19 ára og yngri.
3. flokkur, 25 ára og yngri.

2. Keppni í 1. til 3. flokki verður í tveim hlutum; forkeppni og úrslit.
Í úrslit komast að jafnaði fimm úr hverjum flokki.

IX.
Veittar verða viðurkenningar fyrir 1., 2. og 3. sæti í hverjum flokki og
fyrir besta flutning á nýju tónverki Þuríðar Jónsdóttur. Sigurvegarar
hvers flokks munu koma fram við verðlaunaafhendinguna og leika fyrir
áheyrendur. Öllum þátttakendum verður afhent viðurkenningarskjal við
verðlaunaafhendinguna fyrir þátttöku í keppninni.

X.
Forkeppni fyrir alla flokka verður haldin dagana 6. og 7. mars 2025.
Úrslitakeppni fyrir flokka 1 til 3 verður laugardaginn 8. mars 2025.
Verðlaunaafhending verður sunnudaginn 9. mars. 2025.

Verkefnalistar:

Yngsti flokkur, 10 ára og yngri
Tvö ólík verk, samtals 4 til 5 mínútur að lengd.

1. flokkur, 14 ára og yngri
Forkeppni, samtals 10 til 12 mínútur að lengd.
1. Verkefni frá barokk tímabilinu.
2. Klassík – 1. kafli eða lokakafli úr sónatínu eða sónötu.
3. Nýtt íslenskt verk eftir Þuríði Jónsdóttur.

Úrslit, samtals 8 til 10 mínútur að lengd.
1. Rómantískt eða 20. aldar verk.
2. Verkefni að eigin vali (eitt eða fleiri verk).

2. flokkur, 19 ára og yngri
Forkeppni, samtals 14 til 16 mínútur að lengd.

1. Klassík – 1. kafli úr sónötu.
2. Etýða eða rómantískt verk sem sýnir tæknilega færni.
3. Íslenskt verk.

Úrslit, samtals 14 til 16 mínútur að lengd.
1. Rómantískt verk að eigin vali.
2. Frjálst val (eitt eða fleiri).

3. flokkur, 25 ára og yngri
Forkeppni, samtals 28 til 30 mínútur að lengd.
1. Tónverk frá barokk eða klassíska tímabilinu.
2. Íslenskt tónverk.
3. Etýða eða verk sem sýnir tæknilega færni.

Úrslit, samtals 28 til 30 mínútur að lengd.
1. Rómantískt verk.
2. Erlent verk samið 1900-1950.
3. Verkefni að eigin vali (eitt eða fleiri verk).

XI.
Öll verkefni skulu vera einleiksverk og leikin utanbókar nema
íslensk verk má leika með nótum.

Hægt er að nálgast verk Þuríðar Jónsdóttur á heimasíðu EPTA:
www.epta.is .

Dagskrá innanlandsráðstefnu EPTA á Íslandi, haldin á Flúðum dagana 29. sep. til 01. okt. 2023, birt með fyrirvara um breytingar:


Föstudagur 29. 09. 2023:
Mæting í Fróða undir húsi nr. 2 í Heiðarbyggð frá kl. 18:00 – 20:00. 
Gestir koma sér fyrir.

Laugardagur 30. 09. 2023:

kl. 09:00 
Heimilisfang // Address:
Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum
Langholtsvegi
845 Flúðir
Iceland

kl. 09:02 Alberto Urroz (Spain) Erindi um spænska píanótónlist // On Spanish piano music. Spanish influence on Scarlatti´s music and more.

Kaffi // Coffee break

kl. 10:10 Stefan Bojsten (Sweden) Erindi um þátttöku í píanókeppnum // On participation in piano competitions, what to play? how to prepare?

kl. 11:10 Laufey Kristinsdóttir kynnir nýútkomið kennsluefni Tónsmíðaskjóðuna. Fyrsta ferð fyrir píanó. // Introduction of Laufey´s new lesson book: My compositions. The first journey for elementary piano students.

kl. 12:00 Magnea Gunnarsdóttir. Kynning á kennsluefni sem hún hefur unnið að // Magnea´s new teaching material on theory for beginners “Nótnaeyjan”.

kl. 12:30 – 13:30 Lunch break.

kl. 13:45 Allt um píanóskólann Piano Safari. Þær Julie Hague og Katherine Fisher (USA) stofnendur píanóskólans Piano Safari kynna // Piano Safari piano school with Julie Hague and Katherine Fisher.

Kaffi // Coffee break


kl. 15:30 Dr. Linda Christensen (USA) Tækni í kennslu og notkun gagna:
a) „Google Drive“ how to use this as a teacher tool.
b) Ideas for web-based games and activities that do not require an iPad – they would work on any device that could connect to the internet

c) What to look for in a digital piano (this would not feature any particular brand of piano – nothing about sales) – what is new and what digital pianos have to offer now, and why they are a great solution for a teaching studio, either as a primary or secondary instrument.

ca. kl. 17:00 Dagskrá lokið.

Kvöldmatur // Dinner at Fróði kl. 20:00


Sunnudagur 01.10. 2023

kl. 10:00 Piano Safari (USA). continuing.

Kaffi // Coffee

kl. 11:15 Dr. Linda Christensen (USA). continuing.


kl. 12:30 – 13:30 Lunch break


kl. 13:45 Alberto Urroz (Spain). Spænsk píanótónlist/spanish piano music continuing.

Kaffi // Coffee


ca. kl. 16:00 Innanlandsráðstefnu slitið // FINE.

Styrkur til framhaldsnáms í píanóleik

Minningarsjóður um Birgi Einarson apótekara mun á næstunni veita styrk til píanóleikara, sem er í framhaldsnámi erlendis í klassískum píanóleik eða er að hefja slíkt nám.
Með umsókn skulu fylgja greinargóðar upplýsingar um tónlistarnám og eftir atvikum starfsferil umsækjanda og fyrirhugað framhaldsnám. Þá skal fylgja hljóðritun af leik umsækjanda á tónleikum eða myndbandsupptaka.
Umsóknum skal skila fyrir 1. júní 2023 til formanns sjóðsstjórnar, Ingu Ástu Hafstein, Stokkalæk, Rangárþingi ytra, 851 Hella. selid@stokkalaekur.is